Réttur - 01.01.1952, Page 94
94
EÉTTUR
Ef útflutningurinn er skorinn verulega niður fer allt framleiðslu-
kerfi okkar úr skorðum og ekki verður hægt að komast hjá
mikilli kreppu. Eftir hina miklu útþenslu á framleiðslugetunni,
sem varð á styrjaldarárunum hafa þjóðartekjurnar og skilyrðin
fyrir atvinnu verið háð útflutningnum. Þegar útflutningurinn
dregst saman mun verðfallið koma, gjaldþrotin fara í vöxt og
atvinnuleysi stóraukast.“
Hinir bandarísku valdamenn voru ekki það skyni skroppnir að
þeir sæu ekki hvernig horfði fyrir hinni gífurlegu bandarísku
framleiðslu, þegar Evrópuþjóðirnar kæmu sinni framleiðslu aftur
á réttan kjöl. Þeir þurftu að grípa til sérstakra ráða, og ráðið var
Marshalláætlun.
En nú hefur okkur verið sagt að Marshalláætlunin hafi einmitt
verið til þess gerð að hjálpa Evrópuþjóðunum til að koma sinni
íramleiðslu í eðlilegt horf. Og auðvitað hefði ekki þýtt að bjóða
hana nema undir því yfirskyni. En reynslan er ólýgnust. Til
þess að ná hinu raunverulega marki, að halda forgangsrétti fyrir
bandaríska framleiðslu á heimsmarkaðinum, varð að hafa hönd
í bagga með uppbyggingu atvinnulífsins í Evrópu, ná undir sig
íorstjórn heimsviðskiptanna, og steypa óþjálum ríkisstjórnum og
mynda aðrar. Þetta hefur tekizt á tvennan hátt: Með Marshallgjöf-
unum ok skilyrðum þeim er þar fylgdu hafa atvinnulífi Vestur-
Evrópu verið settar skorður, sem nú koma fram í því, að hvert
landið af öðru hyggst að minnka innflutning til stórra muna, og
herða þannig sultarólina að íbúum sínum. Og með kalda stríðinu
og áhrifum þeim, sem Marshallféð veitti, hafa Marshallþjóðirnar
verið píndar til að leggja sífellt meira og meira af framleiðslu-
getu sinni til vígbúnaðar, sem aftur hélt opnum leiðum hinnar
bandarísku framleiðslu inn á heimamarkaði landanna. En til þess
að hið bandaríska auðvald gæti haldið áfram að græða nóg á því
að selja framleiðslu sína til hinna hrjáðu stríðsþjóða Evrópu, þá
þurfti að halda vörunum í sem hæstu verði. Til þess að ná því
marki, var þeim fyrirskipað,,að koma á og viðhalda réttu gengi,
þ. e. lækka gengið þar sem þess þótti þörf. Og ofan á allt þetta
eru bönnuð viðskipti við hin sósíalistisku ríki Austur-Evrópu og
Asíu, til að fullkomna það hámark heimskunnar, sem þessar ráð-
stafanir allar eru.
Sú kreppa, sem ógnaði atvinnulífi Bandaríkjanna í lok styrjald-
arinnar, samkvæmt fyrrgreindum ummælum prófessors Cardcliffe
og annarra hagfræðinga, hefur þannig orðið þýðingarmesta út-
flutningsvara þeirra til Marshalllandanna.
Hvað hafa þá Bandaríkin fengið fyrir hjálp sína við íslendinga?