Réttur


Réttur - 01.01.1952, Síða 94

Réttur - 01.01.1952, Síða 94
94 EÉTTUR Ef útflutningurinn er skorinn verulega niður fer allt framleiðslu- kerfi okkar úr skorðum og ekki verður hægt að komast hjá mikilli kreppu. Eftir hina miklu útþenslu á framleiðslugetunni, sem varð á styrjaldarárunum hafa þjóðartekjurnar og skilyrðin fyrir atvinnu verið háð útflutningnum. Þegar útflutningurinn dregst saman mun verðfallið koma, gjaldþrotin fara í vöxt og atvinnuleysi stóraukast.“ Hinir bandarísku valdamenn voru ekki það skyni skroppnir að þeir sæu ekki hvernig horfði fyrir hinni gífurlegu bandarísku framleiðslu, þegar Evrópuþjóðirnar kæmu sinni framleiðslu aftur á réttan kjöl. Þeir þurftu að grípa til sérstakra ráða, og ráðið var Marshalláætlun. En nú hefur okkur verið sagt að Marshalláætlunin hafi einmitt verið til þess gerð að hjálpa Evrópuþjóðunum til að koma sinni íramleiðslu í eðlilegt horf. Og auðvitað hefði ekki þýtt að bjóða hana nema undir því yfirskyni. En reynslan er ólýgnust. Til þess að ná hinu raunverulega marki, að halda forgangsrétti fyrir bandaríska framleiðslu á heimsmarkaðinum, varð að hafa hönd í bagga með uppbyggingu atvinnulífsins í Evrópu, ná undir sig íorstjórn heimsviðskiptanna, og steypa óþjálum ríkisstjórnum og mynda aðrar. Þetta hefur tekizt á tvennan hátt: Með Marshallgjöf- unum ok skilyrðum þeim er þar fylgdu hafa atvinnulífi Vestur- Evrópu verið settar skorður, sem nú koma fram í því, að hvert landið af öðru hyggst að minnka innflutning til stórra muna, og herða þannig sultarólina að íbúum sínum. Og með kalda stríðinu og áhrifum þeim, sem Marshallféð veitti, hafa Marshallþjóðirnar verið píndar til að leggja sífellt meira og meira af framleiðslu- getu sinni til vígbúnaðar, sem aftur hélt opnum leiðum hinnar bandarísku framleiðslu inn á heimamarkaði landanna. En til þess að hið bandaríska auðvald gæti haldið áfram að græða nóg á því að selja framleiðslu sína til hinna hrjáðu stríðsþjóða Evrópu, þá þurfti að halda vörunum í sem hæstu verði. Til þess að ná því marki, var þeim fyrirskipað,,að koma á og viðhalda réttu gengi, þ. e. lækka gengið þar sem þess þótti þörf. Og ofan á allt þetta eru bönnuð viðskipti við hin sósíalistisku ríki Austur-Evrópu og Asíu, til að fullkomna það hámark heimskunnar, sem þessar ráð- stafanir allar eru. Sú kreppa, sem ógnaði atvinnulífi Bandaríkjanna í lok styrjald- arinnar, samkvæmt fyrrgreindum ummælum prófessors Cardcliffe og annarra hagfræðinga, hefur þannig orðið þýðingarmesta út- flutningsvara þeirra til Marshalllandanna. Hvað hafa þá Bandaríkin fengið fyrir hjálp sína við íslendinga?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.