Réttur - 01.01.1952, Side 96
96
RETTUR
Samkvæmt ákvæðinu um gjaldmiðiiinn var gengislækkunin
framkvæmd og svo má lengi telja.
Samkvæmt þessu öllu saman verður hið frjálsa íslenzka lýðveldi
nú, að þola eftirlitsmann Bandaríkjanna í Fjárhagsráði, til að
hindra leyfisveitingar, sem ^eim ekki falla í geð.
Eftirlitsmann Bandaríkjarina í bönkunum öllum til að banna
lánveitingar, sem þeim falla ekki í geð.
Eftirjitsmann Bandaríkjanna í stjórnarráði íslands til að hindra
stjórnarráðstafanir, sem þeim falla ekki í geð, og segja fyrir um
aðrar, er framkvæma skal.
Og jafnvel hafa ýms einkafyrirtæki ekki farið á mis við þetta
eftirlit.
Þetta er svo sem áður er sagt ein allsherjar íhlutun um innan-
ríkismál íslands, sem Bandaríkin fengu rétt til með Marshall-
samningnum og aðeins er liður í þeirri allsherjarforstjórn heims-
viðskiptanna, sem bandarísku blöðin goi’tuðu af að félli þeim í
hlut. Fyrir þá efnahagstryggingu, sem þessi forstjórn hefur veitt
þeim aðilanum er hana fékk eru Marshallgjafirnar aðeins lítils-
háttar iðgjöM og eru gjafirnar til íslendinga þar engin undan-
tekning.
Ekki er hægt að skilja við þetta mál án þess að minnast á síðustu
atburði er gerzt hafa í sjálfstæðismálum íslendinga.
Fyrir rúmum sex árum eða í okt. 1945 barst þáverandi ríkis-
stjórn íslands tilkynning frá Bandaríkjastjórn þess efnis, að farið
var fram á að Islendingar leigðu þrjá mikilsverða staði á Islandi
fyrir herstöðvar til 99 ára. Svo eindregið reis þjóðin upp á móti
þessari kröfu að íslenzkir valdamenn, sem jafnvel voru málinu
hlyntir undir niðri, þorðu ekki annað en lýsa sig andvíga, og
Bandaríkjastjórn sá sitt óvænna og dró kröfuna til baka í bili. Einn
aðaiforustumaður borgaraflokkanna, Ólafur Thors þáverandi
forsætisráðherra gaf eftirfarandi lýsingu á eðli þessarar kröfu
og undirtektum þjóðarinnar einu ári síðar, eða 20. sept 1946:
„í fyrra báðu Bandaríkin okkur um Hvalfjörð, Skerjafjörð og
Keflavík. Þau fóru fram á langan leigumála, kannske 100 ár,
vegna þess að þau ætluðu að leggja í mikinn kostnað. Þarna áttu
að vera voldugar herstöðvar. Við áttum þarna engu að ráða.
Við áttum ekki svo mikið sem að fá vitneskju um hvað þarna
gerðist. Þannig báðu Bandaríkin okkur þá um land af okkar landi,
til að gera það að landi af sínu landi. Og margir óttuðust að síðan
ætti að stjórna okkar gamla landi frá þeirra nýja landi. Gegn
þessu reis þjóðin.“
Það var bjartsýn efnahagslega sjálfstæð þjóð með trú á eigin