Réttur - 01.01.1952, Side 98
Að sverfa stál
Saga eftir FRIÐJÓN STEFÁNSSON
Þeir höfðu sett manninn í að sverfa stál. Það var aðeins
um nokkurra daga vinnu að ræða og hann hafði komizt í
hana í forföllum frænda síns. Þetta var í stálsmiðju, og
þarna unnu sex menn aðrir. Forstjórinn og eigandinn, ham-
hleypa af dugnaði, sagði fyrir verkum og gerði það lið-
lega og lét ekki bera á óþolinmæði, enda þótt maðurinn
væri óvanur þessari vinnu og færist hún ekki vel úr hendi.
Þarna var lika Svíi, sem kunni sitt fag, og var sí og æ
að tala um aðra iðnaðarmenn, sem kynnu ekki sitt fag.
,,Samt hafa teir fengit pappíra,“ sagði hann. Það var ástríða
hans að segja brandara og þá var málfar hans stundum
skoplegt, enda alla jafna fremur hlegið að því en brönd-
urunum, sem voru lélegir. Stóri maðurinn hét Þorgrímur,
hafði verið sjómaður og var ekki iðnlærður. Tveir voru
sveinar og einn lærlingur, sem sveinarnir gerðu sér að
skyldu að glettast við af því að þeir héldu hann vitgrannan.
Manninum fannst þeir myndu allir vera beztu náungar.
Samt var víðsfjarri, að hann gæti samlagazt þeim, ef til
vill vegna þess að hann átti ekki að vinna þarna nema fá-
eina daga og kunni illa til verks — og hann vissi, að þeim
var það öllum ljóst og var hálfhræddur um, að þeir
kenndu í brjósti um hann og það kvaldi hann. Þess vegna
fannst honum hann ekki eiga heima innan um þessa menn.
í kaffihléunum sat hann út af fyrir sig og blandaði sér
ekki í samtal beirra.