Réttur - 01.01.1952, Qupperneq 104
104
RÉ T T JR
fjölda fólks í þjónustu sinni. Ef hann hefði farið til hans
og beðið hann um vinnu? Þetta, sem hann átti bágra með
en allt annað — að biðja menn um atvinnu. Svo hefði
það vafalaust ekki borið árangur, enda þótt hann vissi
sjálfur, að hann var góður skrifstofumaður. Það var allt
annað að senda umsókn um auglýsta atvinnu, enda þótt
hann hefði ekki svo mikið sem fengið svar við umsóknum
sínum.
En ef hann hefði nú samt gert það, og Valentínus hefði
látið hann f á vinnu og hann hefði ekki fengið berkla og verið
nú í föstu starfi og ekkert haft af kveljandi öryggisleysinu
að segja. Já, bara ef .... Og allt hefði verið öðru vísi,
konan hans og hann sjálfur. Og lífið framundan hefði verið
eins og honum fannst að það ætti að geta verið ....
„Já, það er afleitt fyrir þig að hafa ekki neitt almenni-
legt starf. Þekkirðu ekki einhverja, sem þú getur látið
skrúfa þig einhvers staðar inn?
,,Mér hefur ekkert orðið ágengt“, sagði maðurinn, gram-
ur yfir því að forstjórinn skyldi spyrja svona.
„Það er afleitt. En nú lítur helzt út fyrir, að þeir æth
að rjúka aftur saman í stríð og þá breytist allt — þótt
auðvitað væri æskilegast, að friður gæti haldizt. Númer
hvað áttu heima?“
„Þrjátíu og eitt“.
„Þá enrni við komnir. Blessaður, þú verður að fara
beint í rúmið“.
Maðurinn staulaðist út úr bílnum.
„Jæja, vertu nú sæll, góði“, sagði forstjórinn.
„Sæll og þakka þér fyrir“.
Það var sami þyrrkingssvipurinn á konu mannsins og
verið hafði um langt skeið.
,, Komið þið sælar“, sagði hann við hana og börnin,
tvær telpuhnyðrur, þriggja og fjögra ára. Síðan settist
hann á stól í eldhúsinu.