Réttur - 01.01.1952, Page 112
112
RÉTTUR
nokkuð skarð í múrinn, þar sem samið var um 12 stunda
hvíld á saltfiskveiðum. Og í samningum þeim, milli sjó-
mannafélaganna og togaraeigenda, sem undirritaðir voru 5.
marz s.l. vannst fullnaðarsigur. Samið var um 12 stunda
hvíld á öllum veiðum.
Aðrar kjarabætur sem náðu fram að ganga við þessa
samninga voru þessar helztar: Full kaupgjaldsvísitala á
fastakaup samkvæmt samningi verkalýðsfélaganna frá 21.
maí á síðast liðnu vori. Aflaverðlaun á saltfiskveiðum
hækkuðu úr kr. 4.75 í kr. 6 á lest. Auk þess nokkur önnur
fríðindi. Hinsvegar urðu sjómenn að slaka til vegna lenging-
ar hvíldartímans, þannig að aflaverðlaun skiptast nú í 33
staði í stað 31 áður.
Sjómenn voru að vísu misjafnlega ánægðir með samninga
þessa, þar sem verulega varð að slá af hinum upprunalegu
kröfum. En samningar tókust um jafn veigamikil atriði og
að framan getur skömmu eftir að verkfall hófst, og aðeins
fáir togarar höfðu hætt veiðum. Að slíkur árangur skyldi
náðst án þess að kæmi til almennrar stöðvunar togaraflot-
ans er því að þakka, sem nú skal greina.
Á sjómannaráðstefnu sem haldin var í Reykjavík náðust
tiltölulega almenn samtök meðal sjómannafélaganna á
þeim grundvelli að sameiginleg samningannefnd skyldi fara
með samninga, og ekki mætti gera neinn samning nema allir
væru sammála og engan sérsamning nema með samþykki
allra hinna. Var þetta samkomulag sniðið eftir samningi
þeim, sem verkalýðsfélögin gerðu, er forustu höfðu fyrir
hinni sigursælu kjarabaráttu s.l. vor. 1 annan stað höfðu
togarar bæjarútgerðanna í Neskaupstað og í Vestmanna-
eyjum þegar tekið upp 12 stunda hvíldartíma á öllum veið-
um. 1 þriðja lagi hafði bæjarstjórn Neskaupstaðar snúið
sér til allra bæjarstjórna á landinu, sem reka togara eða
eiga hlut í togaraútgerð með áskorun um að koma sér sam-
an um að leysa deiluna og gera sérsamninga við sjómenn,
ef ekki tækjust almennir samningar. Bæjarstjórnir Siglu-