Réttur - 01.01.1952, Page 113
RÉTTUR
113
fjarðar, Isafjarðar og Vestmannaeyja voru reiðubúnar,
og mjög kreppti að öðrum bæjarstjórnum vegna þess hve
kröfur almennings voru einhuga um, að þær neyttu aðstöðu
sinnar til að koma í veg fyrir stöðvun togaraflotans með
sanngjörnum samningmn við sjómenn.
Ný landhelgislína.
Eftir að dómurinn féll í Haag Norðmönnum í vil var
öllum ljóst að ekki yrði móti því staðið að íslendingar not-
uðu sér rétt sinn samkvæmt þeim dómi. Það var þó ekki
fyrr en 19. marz s.l. sem nokkuð heyrðist frá íslenzku ríkis-
stjórninni. En þann dag gaf hún út reglugerð um nýja land-
helgislínu. Var efni hennar samkvæmt því sem stendur
í tilkynningu stjórnarinnar „að dregin er grunnlína um-
hverfis landið frá yztu annesjum, eyjum og skerjum og
þvert yfir mynni flóa og fjarða, en síðan sjálf markalínan
4 mílur utar.“
Nokkur úlfaþytur varð í Englandi og nokkrar umræður
um gagnráðstafanir gegn sölum íslenzkra togara þar í
landi. Var þess krafizt af ríkisstjórninni að hún sendi mót-
mælaorðsendingu. Varð stjórnin við þessum kröfum
brezkra útgerðarmanna og barst orðsendingin íslenzku rík-
isstjórninni í hendur 2. maí. Þar er véfengdur réttur Islend-
inga til þessara aðgerða og talið að þær eigi enga stoð í nið-
urstöðum Haagdómsins og haft í hótunum um að Islend-
ingar skuli hafa verra af í viðskiptum sínum við Breta, ef
þeir láti ekki að vilja þeirra í þessu máli. Ekki virðist þó
líklegt að til nokkurra alvarlegra aðgerða komi þó Islend-
ingar haldi fast á rétti sínum í þessu efni. Eftir dóminn
í Haag er réttur Islendinga alveg skýlaus og rök Breta
fráleit frá öllu réttarsjónarmiði, og er þeim það sjálfum
vel ljóst og í annan stað eru viðskiptin milli landanna ekki
síður Bretum í hag en íslendingum, heldur er það fremur
á hinn veginn. 1 því efni þurfa Islendingar varla mikið að
óttast, ef djarflega er á málum haldið.
8