Réttur - 01.01.1952, Side 115
RÉTTUR
115
markaðinum.“ Á þessu máli hefur ameríska herstjómin án
efa „sýnt mikinn skilning.“
Einna mesta athygli hafa þó vakið fyrirætlanir hersins
varðandi Gríxnsey. Þjóðviljinn upplýsti, samkvæmt örugg-
um heimildum, að herstjórnin hefði farið þess á leit að
allir íbúar Grímseyjar yrðu fluttir burt og hernum afhent
eyjan til þess að hafa þar bækistöð til veðurathugana og
athafna, er væm með þeim hætti, að alger einangrun væri
nauðsynleg. Vom þegar hafnar málaleitanir við forráða-
menn eyjaskeggja. Undirtektir Grímseyinga munu hinsveg-
ar hafa verið þær, að þeir mundu ekki yfirgefa heimkynni
sín, nema þeir væm fluttir þaðan með valdi.
Ríkisstjórnin hefur ekki gefið út neina tilkynningu um
málið. Nokkrir dagar liðu frá því að frétt þessi birtist í
Þjóðviljanum þar til blöð ríkisstjórnarinnar minntust á
hana, og neituðu þau nú afdráttarlaust, að slík málaleitun
hefði verið fram borin. — Bendir það ótvírætt til þess, að
fyrirætlanir þessar hafi verið látnar niður falla að sinni af
ótta við eindregna andstöðu almennings.
Nýr sáttmáli ríkisstjómarinnar og foringja Alþýðu-
sambandsins.
24. apríl boðaði stjóm Alþýðusambandsins til ráðstefnu
í Reykjavík til þess að taka ákvörðun um uppsögn samn-
inga verkalýðsfélaganna, en uppsagnarfrestur þeirra
flestra rann út um mánaðamótin apríl—maí. Rétt til að
sitja ráðstefnuna hafði einn fulltrúi úr stjóm hvers verka-
lýðsfélags og svo sambandsstjórn.
Þegar á ráðstefnuna kom, varð það ljóst að sambands-
stjóm hafði gert nýjan sáttmála við ríkisstjórnina og
flokka hennar. Var hann á þá leið, að ekki skyldi segja
upp samningum. Hinsvegar lofaði ríkisstjómin að setja
tvær nefndir, skipaðar fulltrúa hennar, atvinnurekenda og
Alþýðusambandsins, aðra til að „athuga atvinnuástandið,“