Réttur - 01.01.1952, Síða 121
Bókafregnir
Jón Rafnsson: Austan fyrir
tjald. Ferðasaga með til-
brigðum. Reykjavík 1951.
Tilefni þessa rits er ferðalag
höfundar og tveggja félaga hans
til Tékkóslóvakíu sumarið 1949 —
sem og þriggja mánaða dvöl 1
því landi.
Höfundur lýsir þarna för sinni
og aðdraganda öllum og hermir
frá dvöl sinni þarna suður frá
sem og viðtölum við ýmsa menn
vestan tjalds og austan.
Við fylgjumst með því, er borg-
aralegir vinir höfundar hér heima
eru að reyna að telja hann af að
takast jafn augljósa hættuferð á
hendur — og við staðnæmumst
með hoifum framan við fulla
glugga fásóttra búða í Kaupin-
höfn — reikum ásamt honum um
„Dimmuborgir“ rústanna í Berlín
og Dresden — og loks höfnum við
í fyrirheitna landinu. Áður en
lengra er farið, er rétt að drepa
á járntjaldið góða, en því tókst
höfundi ekki að kynnast. Þess var
og naumast að vænta, með því að
bolsjevikar hafa gert það af slíkri
vél, að engu auðveldara er að
nálgast það en komast undir enda
regnbogans.
Og nú erum við komin í áfanga-
stað. Og yið látum okkur ekki
nægja að gista hótel og baðstaði,
reigsa um strætin og gefa okkur
á tal við fólk. Við ferðumst aftur
í tímann og fylgjumst með sögu
þjóða Tékkóslóvakíu allt frá upp-
hafi og til tímabils Hússitanna —
og þaðan til hinna frægu febrú-
ardaga 1948 og fram úr. Svo virð-
um við fyrir okkur fimmára-áætl-
un Tjekko-slóvaka um viðreisn
og vöxt atvinnulífsins — og röbb-
um að lokum við andstæðingana
(þ. e. a. s. þá, sem viðmælandi
eru) um raungildi heimilda okkar
og vestrænt og austrænt lýðræði.
Eg hef drepið á örfá efnisatriði
þessarar bókar. En einkum eru
það eftirtaldir þættir, sem mér
sýnast eiga hvað brýnast erindi til
okkar allra. Fyrst er það ágripið
um sögu þessarar þjóðar, sem
mun flestum íslendingum nokk-
urt nýnæmi, enda hafa hinir
borgaralegu fræðarar lítt hirt um
að miðla okkur þessháttar,
hvorki í tékkagaldrinum svo-
nefnda eða endra nær. Svo er
aðdragandi febrúaratburðanna,
sem hér vöktu hvað mestan óróa,
svo að jafnvel afturþungir pró-
fessorar máttu hvergi kyrrir sitja.
Höfundur rekur þau mál öll ræki-
lega, og er það einkar þörf lexía
hverjum þeim, er lætur sig
nokkru skipta að vita sannleik-
ann í þessum efnum.