Réttur - 01.01.1952, Side 124
124
RETTUR
Georg Lukacs: Existential-
ismus oder Marxismus.
Bók þessi kom fyrst út fyrir
fáum árum, og hefur henni nú
verið snúið á þýzku. Höfundurinn
er alkunnur fyrir rit sín um bók-
menntir og heimspeki. Hann rek-
ur hér í megindráttum inntak hins
svokallaða existentialisma, en
það er stefna, sem nokkuð hefur
látið að sér kveða í heimspeki,
listum og siðfræði síðustu ára.
Jafnframt því sem höfundur
greinir frá andlegum lærifeðrum
þessarar stefnu allt frá Kirke-
gaard til Heidegger og Sartre,
rekur hann félagslegar rætur
hennar og það hlutverk, sem hún
gegnir. Hann sýnir fram á hald-
leysi þessara kenninga. — og
lausn marxismans á þeim við-
fangsefnum, sem um er að ræða.
Bókin er hollur lestur öllum
þeim, er áhuga hafa á heimspeki-
legum efnum.
Ernst Fischer: Kunst und
Menschheit, Wien 1949.
Bók þessi hefur inni að halda
þrjár ritgerðir. Heitir sú fyrsta
skáldsaga borgarastyrjaldarinnar
— og er reyndar formáh, sem
höfundur ritaði að þýzku útgáf-
unni á skáldsögunni „Leidens-
weg“ eftir Alexei Tolstoj. — Önn
ur ritgerðin nefnist Doktor
Faustus und die deutsche kata-
strophe (Doktor Fást og hrun
Þýzkalands) og er helguð Tómasi
Mann og skáldsögu hans „Doktor
Faustus.“ Þriðja ritgerðin og sú
stærsta heitir Von der Notwen-
digkeit der Kunst (Um nauðsyn
listarinnar). Ræðir höfundur þar
um hlutverk listarinnar og hlut-
deild í mannlegri framþróun.
Hann sýnir fram á, hvert hreyfi-
afl hún hafi jafnan verið í fram-
sókn mannkynsins og færir til
þess mörg dæmi. Þá víkur hann
og að þeirri kreppu, sem gengið
hefur yfir heim listarinnar nú um
hríð og ræðir nokkuð um nýtízku
list — inntak og snið listar o. s.
frv.
Efnistökin eru frumleg — og
höfundur frjór — og um allar
þessar ritgerðir má segja, að þær
hafi verðmætan og tímabæran
boðskap að flytja.
August Comu: Essay de
critique marxiste (marxisk
gagnrýni) Editions Sosial-
es, París 1951.
Höfundur þessarar bókar hefur
ritað margt um Marx og marx-
isma, og mun fróðastur allra
frakkneskra manna um æskuverk
Marx. í þessari bók er rakin skoð-
anaþróun Marx og afstaða hans
til ýmissa kenninga og höfunda,
er þá voru uppi, og tekur það
jafnt til kenninga í þjóðfélags- og
stjórnmálum, sem í heimspeki sið-
fræði og listum. Sýnt er fram á,
hvernig ýmis fræðihugtök marx-
ismans eru til orðin.En jafnframt
þessu beitir höfundur kenning-
um Marx á ýmis fyrirbæri nú-
tímans og er bók hans í heild
stórfróðleg og skemmtileg.
Það hefur löngum verið sagt, að
Frökkum láti vel að skrifa ljóst
og skilmerkilega, jafnvel um hin
flóknustu efni. Nýlega eru útkom-
in í bókaflokknum „La Culture et
les Hommes" þrjú rit um á-
kveðna þætti marxiskrar hag-