Réttur - 01.01.1952, Page 125
RÉTTUR
125
fræði. Tvö þeirra eru eftir Henry
Denis og heitir annað „Le Valeur"
(Verðmætið) en hitt „La Monn-
aie“ (Peningarnir). Þriðja bókin
er eftir André Barjonet og nefnist
Plus-Value et Salaire (Verðmæt-
isauki og laun). í ritum þessum
eru raktar mjög skilmerkilega
kenningar Marx um þessi atriði
öll. En höfundarnir láta ekki þar
með staðar numið. Þeir rekja
þróun þessara mála bæði í kenn-
ingu og reynd allt fram á okkar
dag, gagnrýna hinar ýmsu kenni-
setningar borgaranna í þessum
efnum — og skýra frá lausn
marxismans á þeim viðfangsefn-
um, sem um er að ræða.
Alan G. Morton: Soviet
Genetics (Erfðafræðin í
Sovétrík j unum), London
1951.
Fá nýmæli í vísindum hafa
vakið meiri styr nú síðustu árin
en hinar nýju erfðafræðikenn-
ingar þeirra Mitschurins og Lys-
enkos. Vestan tjalds hefur þeim
yfirleitt verið tekið með mestu
fáryrðum, eins og flestu, er frá
Sovétríkjunum kemur. Þær hafa
ofizt inn í „kalda stríðið,“ og
blaðamenn og jafnvel fræði-
menn auðvaldsheimsins hafa oft
og einatt ranghermt inntak þeirra
og logið til um þær staðreyndir,
er að baki lágu. Slíkur vopna-
burður er fjarri því að vera „aka-
demiskur" og er vísindunum og
allri framvindu til mestu ó-
þurftar. Þessi bók Alan G. Mort-
ons kemur því í góðar þarfir, með
því að höfundur leitast við að
rekja sem réttast sögu þessara
mála og skýra megin-atriði hinn-
ar nýju kenningar og rannsóknir
þær og staðreyndir, sem hún er
reist á. í fyrstu köflunum rekur
höfundur aðdraganda þessa máls,
og við sjáum, að deilurnar í erfða-
fræðinni eru ekki nýtilkomnar,
en hafa staðið um áratugi. Og
allan þennan tíma hefur nýja
stefnan verið að sækja á með sí-
aukinni gagnrýni á ríkjandi fræði
og nýjum og nýjum tilraunum,
sem orðið hafa hvorttveggja í
senn gögn í gagnrýninni og efni-
viður í hina nýju kenningu. Að
lokum fer svo kenning Lysenkos
með sigur af hólmi. Höfundur lýs-
ir svo í megindráttum hinni hefð-
bundnu kenningu (Mendels og
Morgans) og rekur þar gagnrýni
þá á erfða-stofna-hugtakinu,
sem fram hefur komið. En sú
gagnrýni er bæði líffræði- og
heimspekileg og er reyndar ekki
einskorðuð við Sovétríkin. Höf-
undur drepur einnig á ýmis at-
riði í rannsóknum vestrænna
fræðimanna, sem koma illa heim
við hina hefðbundnu kenningu
og hvernig þessi atriði eru þá
stundum látin liggja í láginni eða
fundnar eru upp nýjar og nýjar
undantekninga- og afbrigðaregl-
ur, meira og minna sennilegar, til
að skýra þessi frávik. Slíkt þarf
ekki að koma neinum þeim á
óvart, sem nokkuð hafa við fræði-
kenningar fengizt, þótt á öðrum
sviðum sé. Hitt er svo aftur á
móti ills viti fyrir fræðikenning-
una, þegar undantekningar fara
að verða mjög fyrirferðarmiklar
og flóknar.
I næsta kafla rekur höfundur
nokkur helztu atriðin í tilraun-
um þeim og niðurstöðum, sem hin
nýja kenning er einkum reist á,
og er það einkar fróðlegt. Hann