Réttur - 01.01.1952, Qupperneq 126
126
RÉTTUR
drepur þar einnig á gagnrýni
vesturlenzkra erfðafræðinga og
skýringatilgátur þeirra á þessum
fyrirbærum og hversvegna þær
fái ekki staðizt. Að lokum ræðir
hann svo vísindalegt og þjóðfé-
lagslegt gildi hinnar nýju kenn-
ingar á mjög fróðlegan og
skemmtilegan hátt. Er þar m. a.
drepið á fjölþættar rannsóknir á
ýmsum sviðum líffræði og líf-
efnafræði, sem hún hefur hrundið
af stað. Ég skal svo ekki hafa
þessi orð fleiri, en segja það að
lokum, að ég hef ekki rekizt á
aðra bók handhægri eða yfirlits-
gleggri um þessi mál en þá, sem
hér um ræðir, og vil eindregið
mæla með henni við þá, sem á-
huga hafa á þessum efnum.
Á.B.M.
Friedrich Engels: Uppruni
fjölskyldunnar, einkaeign-
arinnar og ríkisins. í tengsl-
um við rannsóknir L. II.
Morgans. Ásgeir Bl. Magn-
ússon þýddi. Rvík. Bóka-
útgáfan Neistar 1951.
Þá er eitt allra bezta rit Engels:
Uppruni fjölskyldunnar, komið
út á íslenzku í ágætri þýðingu
Ásgeirs Bl. Magnússonar og sér-
lega vandaðri útgáfu. Hefur út-
gefandi auðsjáanlega ekkert til
sparað að gera þessa merku bók
sem allra vandaðasta. Hún er
254 síður á ágætum pappír, vel
innbundin, og henni fylgja hin
beztu yfirlit og tvær myndir:
önnur af Engels sjálfum en hin
af titilsíðu fyrstu útgáfunnar á
þýzku 1884.
Þýðandinn skrifar ýtarlegan
formála að bókinni og kemur þar
inn á ýmsar síðari tíma kenning-
ar og „gagnrýni" á þessa bók.
Það mun vart nokkurt af fræði-
ritum þeirra Marx og Engels eiga
eins sérstaklega erindi til vor
íslendinga vegna þjóðararfs vors
eins og þessi bók. Raunverulega
er þessi bók mannkynssaga áður
en hin skrifaða saga hefst en það
þýðir: fyrst og fremst saga ætt-
sveitaskipulagsins, þess mannfé-
lagsforms, sem ríkti á því sögu-
skeiði, sem kallast „hálfsiðun'*
(barbarí) og lýkur, er ritlistin
hefst.
Og ef til vill hefur engin þjóð
varðveitt minjar og leyfar þessa
ættsveitafélags mannanna eins
vel og lengi og íslendingar. Sé
þessi saga lesin með athygli opn-
ast mönnum ný og betri sýn inn
í þann forna heim ættasamfé-
lagsins, sem við íslendingar fram-
ar öðrum þjóðum höfum svo
greiðan aðgang að, af því vér get-
um lesið ættarsögurnar og hetju-
sögur og kvæði hins fallandi
ættasamfélags enn á vorri tungu.
Þetta er því bók, -sem á erindi
til allra íslendinga, sem vilja
skilja til hlítar sögulega þróun og
myndun vors eigin gamla þjóð-
veldis og stofnana þess.
Og alveg sérstaklega á þessi
bók erindi til allra íslenzkra sós-
íalista, sem þurfa að temja sér
söguskoðun marxismans og vilja
öðlast skilning á þjóðfélagsleg-
um grundvelli þess, sem vér erum
stoltastir af í þjóðararfi vorum:
fornbókmenntunum og mann-
gildishugsjónum þeirra: arfi hins
gamla ættasamfélags.
■Þökk hafi þýðandi og útgef-
andi fyrir að þessi ágæta bók er
nú fáanleg á íslenzku. Nú er það