Réttur


Réttur - 01.06.1952, Page 16

Réttur - 01.06.1952, Page 16
144 RÉTTUR Þann 15. ágúst afhenti nefndin undirskriftalistana dóms- málaráðuneytinu, en skrifstofu forseta var samtímis af- hent annað frumrit af bréfi því, er með fylgdi. Nokkru síðar áttu fulltrúar nefndarinnar formlegt viðtal við for- setann um málið, en hann hafði góð orð um, að það yrði tekið fyrir í ríkisráði. ★ Þátttaka almennings hvarvetna á landinu í undirskrift- unum var mjög athyglisverð. Framlag hinna smærri staða var mjög til fyrirmyndar. Frá Raufarhöfn t. d. komu 190 nöfn, frá Súðavík 116, frá Njarðvíkum 187. Úr sveitum kom og fjöldi undirskrifta. Ýmsir áhugamenn í sveitum skil- uðu allt að 100 nöfnum hver. Sumsstaðar bjuggu menn sjálfir til aukalista, þar sem lista nefndarinnar þraut. Margar hlýjar kveðjur bárust forstöðunefndinni. Rétt er að geta þess, að víða skrifuðu prestar undir fyrstir manna. Áberandi voru nöfn bænda, en þó einkum sjómanna. Mun ef til vill verða unnt að birta í næsta hefti „Réttar“ nánari greinargerð um undirskriftir á einstökum stöðum o. fl., sem til fróðleiks mætti vera. Framlag margra einstaklinga í undirskriftasöfnuninni var frábært. Hér verður þó aðeins getið methafans, Þor- valdar Þórarinssonar, lögfræðings, er safnaði 600 undir- skriftum og lagði að auki óhemjustarf fram við skipu- lagningu söfnunarinnar. Einkennandi fyrir undirskriftasöfnunina var óvenju- lítill reksturskostnaður, en hann nam ca. 6000 krónum, sem mestmegnis var mætt með f járframlögum einstakra manna auk Dagsbrúnar, er veitti 500 krónur. Hefði mörgum stjórnmálaflokknum þótt vel sloppið með þá upphæð, en 27 000 atkvæði í aðra hönd. Auk alls annars færði undirskriftasöfnunin íslenzku þjóðinni nýtt og einstætt menningarsögulegt plagg, sem

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.