Réttur - 01.06.1952, Side 19
RÉTTUR
147
íbúatala landsins er nú tæpar tíu milljónir. Eru það nær ein-
göngu Magyarar, en þeir eru eins og kunnugt er af mongólskum
uppruna þótt ekki gæti þess nú orðið í útliti þeirra, skyldir
Finnum og Eistum. Þeir settust að í Ungverjalandi um svipað leyti
og ísland var byggt.
Smjör af hverju strái
Það eru svipmikil umskipti að koma frá íslandi til Ungverja-
lands um síðsumarsleytið, eins og ég gerði 1951, þegar allur hinn
fjölbreytti jarðargróður er um það bil að ná þroska. Þegar maður
ekur um héruðin umhverfis Búdapest og virðir fyrir sér landið,
verður maður agndofa andspænis allri þeirri frjósemi, sem þar
blasir við augum. Á sléttunni endalausir akrar, mest hveiti og
maís. í hæðum og daladrögum eru matjurtaakrar, vínekrur, ald-
intré og fjöllin eru þakin nytjaskógi upp á koll. Golublærinn leikur
um kornöxin í heitum bylgjum, og sólin er að ljúka við að sæta
safann í vínberjunum og seiða fram hið beiska krydd í papríkuna.
Hér má sannarlega segja, að það drjúpi smjör af hverju strái.
Hvernig er hægt að láta sér detta í hug fátækt í slíku landi? Og
þó var raunin sú, meðan hið gamla skipulag var við lýði, að stór-
um hluta þjóðarinnar voru allar bjargir bannaðar. Hinir örsnauðu
beiningamenn skiptu milljónum. Það fór engu minna orð af armóði
íbúanna en frjósemi landsins. En til þess að gera sér grein fyrir
hvernig í því liggur, og einnig til að geta skilið þróun síðustu ára
er nauðsynlegt að rifja stuttlega upp nokkur atriði úr sögu landsins.
Örstutt sögulegt yfirlit
Ungverjaland bjó öldum saman við erlenda kúgun. Sjálfstæði
sitt missti það, er það beið ósigur fyrir Tyrkjum á öndverðri 16.
öld. Þegar Habsborgarar stöðvuðu sigurför Tyrkja og hrundu þeim
aftur suður á Balkanskaga, náðu þeir tangarhaldi á Ungverjalandi
og slepptu því ekki aftur. Þeir gerðu bandalag við háaðalinn ung-
verska, hjálpuðu honum til að sölsa undir sig lönd og fé og tryggðu
honum öll fyrri réttindi hans óskert. Frá þessum tíma er t.d. hinn
mikli auður Esterházy-ættarinnar. Þetta ræningjabandalag hélzt
æ síðan og varð grundvöllur hinnar tvíþættu kúgunar — hinnar
þjóðernislegu og stéttarlegu — er ungverska þjóðin varð að þola.
Þegar hinar miklu frelsishræringar fóru um Evrópu 1848, risu
Ungverjar gegn yfirdrottnurum sínum, austurríska keisaraveld-
inu, undir forystu hins frjálslynda borgara Kossuths. En uppreisn-