Réttur - 01.06.1952, Page 32
160
RÉTTUR
veldunum er reyndar eins og vænta má þveröfugur við þennan
áróður. Ráðstjórnarríkin hafa frá upphafi verið hinum ungu al-
þýðulýðveldum betri en ekki. Það var Rauði herinn sem hrakti
þýzku nasistaherina og bandamenn þeirra, hina innlendu fasista,
úr þessum löndum og leystu þau með því úr langri ánauð. Það
er ennfremur hernaðarmáttur Ráðstjórnarríkjanna, sem hefur
hindrað það, að sú hernaðaríhlutun af hálfu auðvaldsríkjanna,
sem Eisenhower hefur nú í hótunum um, væri framkvæmd fyrir
löngu. Til þess benda ótvírætt afdrif ungversku verkalýðsbylt-
ingarinnar 1919.
Það er að vísu að nefna snöru í hengds manns húsi að minnast
á erlenda aðstoð í Marshalllandi, en sannleikurinn er samt sá,
að Ráðstjórnarríkin hafa veitt alþýðulýðveldunum mikilvæga
efnhagslega aðstoð, og sérstaklega hefur sú reynsla, er þau hafa
öðlazt í uppbyggingu sósíalismans, orðið hinum ungu ríkjum að
ómetanlegu liði. Þessi bróðurlega hjálp hefur gert alþýðulýðveld-
unum fært að reisa atvinnulíf sitt úr rústum á miklu skemmri
tíma en þau hefðu að öðrum kosti getað.
Varðstaða Ráðstjórnarríkjanna um sjálfa tilveru alþýðulýð-
veldanna og efnahagsaðstoð þeirra við þau táknar þó ekki skerð-
ingu á sjálfsforræði þeirra. Þessi staðreynd er svo algert brot á
viðskiptalögmálum kapítalismans, brýtur svo gersamlega í bág
við alla reynslu af samskiptum stórvelda og smáríkja innan auð-
valdsheimsins, að afturhaldsöflin á vesturlöndum hafa séð sér
leik á borði að snúa henni við og gera úr henni eitt hið hat-
rammasta áróðursefni.
Ungverska fimm-ára-áætlunin er eins skýr sönnun og á verður
kosið um það, að Ungverjaland er raunverulega frjálst og full-
valda ríki og býr ekki við erlenda kúgun af neinu tagi. Þess
eru engin dæmi í sögunni, að nokkurt ófrjálst land, hvað þá land,
sem býr við hatrammari kúgun en nokkur nýlenda, eins og Banda-
ríkjaáróðurinn heldur fram um alþýðulýðveldin, hafi byggt upp
atvinnuvegi sína nokkuð í líkingu við það, sem Ungverjaland
gerir nú með fimm-ára-áætlun sinni. Slík þróun er fullkomlega
ósamrýmanleg erlendri kúgun, því að hún væri öruggasta leiðin
til að aflétta slíkri kúgun. Þegar í ljós kemur á fyrsta ári fimm-
ára-áætlunarinnar, að afköstin fara langt fram úr því, sem áætlað
var, er ekki verkafólki sagt upp vinnu, ekki dregið úr framkvæmd-
um til að koma á „jafnvægi", eins og það mundi vera kallað hér,
heldur er áætluninni einfaldlega breytt til samræmis við hina
auknu framleiðslugetu þjóðarinnar. Og hér var ekki um nein-
ar smávegis breytingar að ræða, heldur aukningu heildarfjárfest-