Réttur - 01.06.1952, Síða 37
RÉTTUR
165
Starfsaldur þessara manna hjá Vélsmiðjunni Héðni var
frá 14—19 ár. Svo það getur varla talizt óeðlilegt þó við-
komandi reyndu að fá upplýsingar hjá forstjóranmn um
ástæður fyrir uppsögninni. Og varla heldur að undra þó
mönnum komi ýmislegt í hug þegar litið er til stöðu þessara
manna í stéttarfélagi þeirra.
Eftir ítrekaðar tilraunir tókst mér og Kristni Ág. Eiríks-
syni að ná tali af forstjóranum, Sveini Guðmundssyni,
seinna þennan sama dag. Báðum við hann að tilgreina á-
stæður fyrir uppsögn okkar, en hann neitaði að gefa þær
upp, eins og fram kemur í upplýsingum frá mér er hér
birtist síðar, en upphaflega voru sendar dagbl. í Reykjavík
vegna skýrslu er Sveinn birti í Morgubl. og víðar, þ. 13.
sept, um „ástæður" fyrir uppsögn okkar.
Þegar verkstjórar okkar voru spurðir að því hvort þeim
hefði verið kunnugt um uppsögn okkar áður en hún var
framkvæmd, kváðu þeir nei við því.
Uppsögn okkar tilkynnti forstjórinn verkstjórum „sín-
um“ á fundi, er hann hélt með þeim samdægurs, eftir að
hann hafði sagt okkur upp.
Tilkynning hans mun hafa hljóðað þannig, eftir því sem
næst verður komist:
„Þremur starfsmönnum var sagt upp atvinnu hjá fyrir-
tækinu í dag þeim: Snorra Jónssyni, Kristni Eiríkssyni og
Jónasi Hallgrímssyni.
Málið verður ekki rætt“. — Enda mun svo ekki hafa
verið og forstjórinn tekið fyrir „næsta mál“.
Daginn eftir 9. sept., héldu starfandi sveinar í Héðni
fund um málið. Fundurinn var vel sóttur.
Á þessum fundi var samþykkt samhljóða eftirfarandi
tillaga:
„Við undirritaðir sveinar, sem vinnum í Vélsmiðjunni
Héðni h.f. mótmælum tilefnislausri uppsögn þriggja starfs-
manna fyrirtækisins, þeirra Jónasar Hallgrímssonar,
Kristins Eiríkssonar og Snorra Jónssonar. Jafnframt á-