Réttur


Réttur - 01.06.1952, Síða 38

Réttur - 01.06.1952, Síða 38
166 RÉTTUR kveðum við að kjósa 3ja manna nefnd til að vinna að því að þeir verði aftur teknir í vinnu og munum neyta þess ítrasta til að svo megi verða“. Tillögu þessa undirrituðu 35 sveinar er staddir voru á fundinum. Einnig var kosin 3ja manna nefnd til að starfa á grundvelli tillögunnar. Þetta kvöld var haldinn f jölmennur fundur í Félagi járn- iðnaðarmanna. Urðu þar miklar umræður um málið og hnigu ræður manna þar mjög í sömu átt: Fordæmingar á uppsögnunum. Þó virkaði það dálítið hjáróma, að ýmsum fannst, þegar fyrrv. formaður félagsins, íhaldsmaðurinn Sigurjón Jónsson setti hnjóð í sjóm þess fyrir að boða strax til þessa fundar. Taldi hann það óþarfa fljótfæmi, að boða til félagsfundar svo fljótt, út af málinu. Fannst eiginlega ekki liggja fyrir nægar upplýsingar um það! Eftirfarandi mótmæli samþykkti fundurinn samhljóða: „Fundur haldinn í Félagi jámiðnaðarmanna þriðjudag- inn 9. september 1952, mótmælir harðlega þeirri tilhæfu- lausu uppsögn þriggja starfsmanna í Vélsmiðjunni Héðni h f., sem allir em trúnaðarmenn Félags járniðnaðarmanna, þeirra Jónasar Hallgrímssonar, Kristins Ág. Eiríkssonar og Snorra Jónssonar. Fundurinn lítur á þessar uppsagnir sem ógnun gagn- vart Félagi járniðnaðarmanna og öðram verkalýðsfélögum í landinu og krefst þess að þeir verði tafarlaust teknir aftur til vinnu“. Á fundinum var einnig kosin 3ja manna nefnd til að eiga viðræður við forstjóra Héðins og flytja honum kröfur 'fé- lagsins irm að taka hina brottreknu strax til vinnu aftur. 1 nefnd þessa urðu sjálfkjörnir þeir: Kristian M. Huseby, Sigurjón Jónsson (kendur við Stálsmiðjuna, til aðgreining- ar frá fyrrv. formanni), og Loftur Árnason. Auk þessa samþ. fundurinn að fela stjóm félagsins, að leita til Alþýðusambands íslands og Fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna í Reykjavík, um stuðning í málinu.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.