Réttur - 01.06.1952, Síða 40
168
RÉTTUR
knúin til þess að taka þremenninga tafarlaust aftur í
starf sitt.
Trúnaðarmannaráð félagsins heitir hinum ofsóttu fé-
lögum í Félagi jámiðnaðarmanna öllum þeim stuðningi er
það má, í því skyni að þessari ofsókn Vélsmiðjunnar Héðins
verði hrundið.“
Mótmæli gegn brottrekstrinum og heit um stuðning bár-
ust einnig frá eftirfarandi verkalýðsfélögum og f jórðungs-
samböndum:
Félagi bifvélavirkja, Reykjavík.
Félagi blikksmiða, Reykjavík.
Félagi járniðnaðarnema, Reykjavík.
Félagi starfsfólks í veitingahúsum.
Sveinafélagi húsgagnasmiða
Félagi húsgagnabólstrara
Sveinafélagi skipasmiða
Verkamannafélaginu Bjarmi, Stokksejnri
Alþýðusambandi Norðurlands
Alþýðusambandi Vesturlands
Verkamannafélaginu Hlíf, Hafnarfirði
Verkamannafélaginu Þrótti, Siglufirði
Verkakvennafélaginu Einingin, Akureyri
Verkamannafélagi Akureyrarkaupstaðar.
Fimmtudaginn 11. sept. var enn haldinn fundur í Félagi
járniðnaðarmanna. M.a. gaf formaður nefndar þeirrar, er
kosin var af félaginu til að eiga viðræður við forstjóra
Vélsmiðjunnar Héðins, skýrslu um störf nefndarinnar.
1 skýrslu hans kom það fram, að forstjórinn hafði stung-
ið af úr bænum daginn eftir að hann framdi uppsagnimar
og því hefði nefndinni ekki tekist að ná tali af honum. En
staðgenglar forstjórans í Héðni hefðu náð tali af honum,
í síma, og sagt honum af nefnd félagsins ,en hann neitað
að eiga viðtal við nefndina. Síðan hefði hann þó breytt
þeirri ákvörðun sinni, sagðist hann þá kannske koma í bæ-
inn daginn eftir og þá gjarnan vilja tala við nefndina.