Réttur


Réttur - 01.06.1952, Side 43

Réttur - 01.06.1952, Side 43
RÉTTUR 171 laugardagsmorgun og látið í ljós undrun sína yfir því, að ekki skyldi leitað til sín um undanþágu frá reglum félagsins um eftir- og næturvinnu eins og að venju, þar sem það hefði verið auðsótt mál og ekki sízt í þessu tilfelli. Var trúnað- armaðurinn þarna í sínum fyllsta rétti og aðeins að gegna skyldustörfum á vinnustað fyrir stéttarfélagið. Varðandi atvinnuróg þann sem forstjóri Héðins hefur hafið gegn okkur þremur í nef ndum blaðaskrifum mun hon- um verða gefinn kostur á að finna þeim ummælum sínum stað á réttum stað.“ Snorri Jónsson, form. Félags jámiðnaðarmanna. Þeir sveinar, sem lögðu niður vinnu í Héðni, mættu ekki til vinnu í þrjá daga, föstud., laugard. og mánudag. Töldu þeir sig ekki geta haldið út lengur vegna ýmissa ástæðna. 1 þessu sambandi er rétt að geta þess að á mánudagskvöld (þ. 15. 9.), markaði stjórn A.S.l. stefnu sína í uppsagnar- málinu, með eftirfarandi samþykkt: „Miðstjórn A.S.l. samþykkir að mótmæla uppsögn Vél- smiðjunnar Héðins h.f. í Reykjavík 8. þ. m. á þrem starfs- mönnum hennar og hvetur Félag járniðnaðarmanna í Reykjavík til að leita réttar þessara félagsmanna sinna með málsókn og heitir því stuðningi sínum um allar löglegar ráðstafanir málinu til framdráttar“. Þriðjudaginn 16. sept. samþykkti stjórn Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík eftirfarandi: „Stjórn Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík mótmælir uppsögn þriggja járnsmiða í Vélsmiðjunni Héð- inn f.h., sem framkvæmd var 8. þ, m. Sérstaklega mót- mælir Fulltrúaráðið uppsögn trúnaðarmannsins á vinnu- staðnum og telur þá uppsögn vítaverða og einsdæmi í sam- skiptum verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda. Fulltrúaráðið hvetur Félag járniðnaðarmanna til þess að standa fast á rétti félagsmanna sinna í máli þessu og heitir

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.