Réttur


Réttur - 01.06.1952, Side 46

Réttur - 01.06.1952, Side 46
Sturla Þórðarson gegn Noregskonungi eftir GUNNAR BENEDIKTSSON (Síðari hluti ritgerðar um Sturlu Pórðarson sagnaritara úr óprent- uðu ritgerðasafni um Sturlungaöld: „ísland hefur jarl". Hér er komið sögu, er' Þórði kakala var þröngvað til að fara á konungsfund 1250, en úr þeirri för átti hann ekki afturkvæmt til landsins). 4. Trúnaðarmannabanðalag Þórðar kakala. Til þessa tíma hafði aldrei einn maður haft eins mikil völd á íslandi og Þórður kakali hafði, þegar hann fór í þetta sinn á kon- ungsfund. Og hann býr sig undir það, að ríki hans liggi ekki laust fyrir, þótt til átaka kæmi. Hann skilur við landið í höndum nokkurs konar fylkisstjóra, sem hann gefur fyrirskipun um, að „hver þeirra skyldi veita öðrum, ef nokkurs þyrfti við“, og „þeir skyldu fyrir engum laus láta ríki þessi, nema bréf Þórðar kæmi til eða hann sjálfur". Þessir eru saman komnir á Grund: Þorleifur í Görðum, sonur Þórðar Böðvarssonar, ömmubróður Þórðar kakala, tekur við Borgarfirði. Hrani Koðránsson tekur við Eyjafirði, þremenn- ingur við Þórð frá Böðvari í Görðum. Eyjólfur Þorsteinsson, tengdasonur Sturlu Sighvatssonar, tekur við Skagafirði. Aðrir höfðingja bundnir í trúnaði eru þessir: Sæmundur Ormsson höfð- ingi Skaftfellinga giftur annarri dóttur Sturlu Sighvatssonar, — vestfirzku höfðingjarnir Hrafn Oddsson og Vigfús Gunnsteinsson, giftir sinni Sturludótturinni hvor Sighvatssonar, og svo Sturla Þórðarson, bræðrungur Þórðar. Auk þessa átti Þórður sterk ítök í Rangárþingi fyrir áhrif Hálfdanar á Keldum, sem giftur var Stein- vöru systur hans. Austfirzku höfðingjarnir Þorvarður og Oddur Þórarinssynir eru ekki með í þessu bandalagi, en áður „viku þeir öllum sínum málum undir Þórð og hans forsjá". Veldi þessara trún- aðarmanna Þórðar spennir þannig um allt land, svo að hvergi er

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.