Réttur


Réttur - 01.06.1952, Blaðsíða 48

Réttur - 01.06.1952, Blaðsíða 48
176 RÉTTUR þeim hinum þótt hann vera „slær“. En í bréfinu segir hann sig „traustan og öruggan til slíks, sem þeir vildu upp taka“. En til þeirra hefnda kom aldrei, enda komu brátt ný vandamál við að snúast. Degi eftir að veizlunni var lokið komu þeir til lands- ins Gissur, Finnbjörn og Þorgils skarði, með sínar konungsskip- anir yfir mikinn hluta landsins. Og Gissur fær Skagafjörðinn í sínar hendur átakalaust. Hann kveður til fundar, les upp konungs bréf, „og játtu allir fúslega að taka við Gissuri að höfðingja yfir sig“. Eyjólfur var á fundinum „og fannst fátt til Gissurar". Og svo næsta vetur segir Gissur Eyjólfi, að hann vilji ekki hafa hann í Skagafirði, og hann verður að hypja sig til Eyjafjarðar. Ríki Þorgilsar lá ekki svona laust fyrir, eins og getið var í þætti hans. Þegar sendimenn Þórðar kakala, þeir Ari Ingimundarson og Kolbeinn grön, koma með fyrirskipanir hans, þá taka þeir vest- firzku höfðingjarnir sig upp allir í einum hóp, Sturla, Hrafn og Vigfús Gunnsteinsson, og ætla að Gissuri. En för þeirra verður hin ógæfusamlegasta í alla staði. Mjög er ábótavant um einingu þeirra höfðingjanna Hrafns og Sturlu út af afstöðunni til Þorgilsar. Og þeir slöðruðu hraktir heim til sín eftir flæking alla leið til Þing- valla, af því að vöxtur hafði hlaupið í ár í Árnessýslu. Það var ekki hermannleg né höfðingleg för. Næsta ár eru þeir Sturla og Þorgils sáttir heilum sáttum og tengdir ráðnar milli Sturlu og Gissurar. Þar með er Sturla kominn úr bandalagi trúnaðarmanna Þórðar kakala. Hér er enn vert að nema staðar og athuga, hvað legið muni hafa að baki þessum viðbrögðum Sturlu. 5. Sturlu er óþokki á allri skipan Hákonar konungs. Afstaða íslendinga til aukinna áhrifa norska konungsvaldsins á íslandi kemur hvergi skýrlega fram í íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar og hvergi eins skýrt í allri Sturlungu og í sögu Þor- gils skarða. Er þar fyrst að nefna fundinn við Höfðahóla, þar sem Þorgils gerir kröfu til eigna Snorra Sturlusonar samkvæmt kon- ungsbréfi. Frá þeim fundi var sagt í þætti Þorgilsar skarða. Þor- leifur 1 Görðum er þar fyrir héraðsmönnum og segir berum orð- um, að margir mæli það, að konungur eigi ekkert í Borgar- fjarðarhéraði. Fylgdu héraðsmenn því áliti einróma. Svör Þor- leifs hafa tvímælalaust verið í samræmi við það, sem þeir félag- arnir höfðu „samtekið“ í Vatnsdal um sumarið, enda lagði Þor- leifur og aðrir héraðsmenn áherzlu á það, að Þorgils fengi ekki fullnaðarsvar, fyrr en við væru Hrafn og Sturla. Þegar Þorgils ríður til fimdar við Sturlu, „sagði Sturla, sem allir þeir, er ríki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.