Réttur


Réttur - 01.06.1952, Qupperneq 55

Réttur - 01.06.1952, Qupperneq 55
RÉTTUR 183 þeir Gissur jarl með kærleikum miklum“. Síðar gérðist hann lendur maður Gissurar og fékk loforð fyrir Borgarfirði „og þar öðrum sæmdum með“. Nú mætti virðast, sem lokið mundi óþokka þeim, sem Sturla hafði á allri konungsskipan. En þannig ber ekki á að líta. Enn fer það saman, að um leið og Sturla gerist lendur maður Gissurar, þá fær konungur þær spurnir af íslandi, „að Gissur jarl hafi lítinn hug á að flytja mál hans við íslendinga“. Konungur sendi tvo hirðmenn sína til landsins, þá ívar Arnljótarson og Pál Lín- saumu. Þegar þeir hafa svo flutt konungi skýrslu sína, þá sendir hann næsta sumar þriðja hirðmann sinn, Hallvarð gullskó. En hann víkur sér ekki beint að Gissuri jarli. Fyrsta höggið reiðir hann að Sturlu Þórðarsyni. Hann tekur undan honum Borgar- fjörð, sem Gissur hafði veitt honum, og veitir honum andstæðingi þeirra beggja, Hrafni Oddssyni. Að því búnu tekur hann að þjarma að Gissuri, þar til yfir lauk. Og nú skal að lokum, áður en skilizt er að fullu við líkurnar fyrir virkri andstöðu Sturlu Þórðarsonar gegn yfirráðum Hákonar konungs á íslandi, minnzt á það atriðið, sem mér þykir merki- legast og ótvíræðast í þessu sambandi. í Sturlungu er þannig sagt frá eiðtökunni á alþingi 1262, að Vestfirðingar hafi riðið til þings og svarið þar sína eiða. í skiptingu Sturlungusafnsins í einstök rit er þessi frásögn látin heyra til íslendingasögu, en um það eru enn mjög greindar skoðanir, til hvaða tíma íslendingasaga Sturlu hefur náð, en almennt mun gert ráð fyrir, að síðustu kaflar íslendingasögu séu ekki skrifaðir fyrr en eftir daga Sturlu og byggist því ekki á eins traustum heimildum og sagan að öðru leyti. En Sturla Þórðarson segir frá þessum sömu atburðum í Hákonarsögu, aðeins fám árum eftir að þeir gerðust. Og þar segir hann frá á allt annan veg. Er þar fyrst það að nefna, að þar segir, að Vestfirðingar hafi ekki riðið til þings. En þeir riðu að vestan fjölmennir, „mundu þeir hafa séx hundruð manna“, en þeir námu staðar í Borgarfirði, biðu þar málaloka á alþingi og sóru Hákoni konungi skatt að því loknu á Þverárþingi. En Sturla segir hér fleira athyglisverðra hluta. Hann segir, að „allir inir stærstu menn í Vestfjörðum" hafi sent „menn á fund þeirra bræðra Lofts og Sighvats Hálfdanarsona og svo Andréssonum, að þeir skyldu ríða til þings með öllum afla sínum fyrir austan Þjórsá". Við þetta er því bætt, að „Þorvarður Þórarinsson hafði og heitið að koma með Austfirðingum“. Og enn segir hann fleira merkilegra hluta. Hann segir það, að Hallvarður gullskór hafi um veturinn flutt „konungsmál við Vestfirðinga og kom því svo, að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.