Réttur - 01.06.1952, Page 64
192
RÉTTUR
is“ 1759 og til nýjustu kenninga
þeirra Mitsjúrins og Lysjenkos,
Sagt er frá aðalatriðunum í skýr-
ingum Darvins og Lamarks,
Ernest Heackels, K. A. Himirja-
sjevs. K. W. Naegelis, J. G. Men-
dels, A. Weismanns, o. fl. En
lengsti kaflinn fjallar um starf og
kenningar Mitsjúrins og Lysjen-
kós, og er sagt allrækilega frá
rannsóknum þeirra og uppgötv-
unum og þeim nýju kenningum,
sem þaðan eru runnar.
Sowjet-Wissenschaft (Sov-
jetvísindi). Verlag Kultur
und Forschritt, Berlín.
Sovétvísindi heitir tímarit, sem
gefið er út á vegum sovétvinafé-
lagsins þýzka. Það hóf göngu sína
1948, og komu út 4 hefti á ári.
1950 var gerð á því nokkur breyt-
ing, heftunum var fjölgað upp í
8, og skipt í tvo flokka. Fjallar
annar um þjóðfélagsvísindi ýmis-
konar, en hinn um náttúruvísindi,
og koma fjögur hefti í hvorri
grein árlega. í þeim flokknum, er
um þjóðfélagsvísindi fjallar, er
t. d. ritað um heimspeki, hagfræði,
sögu, málvísindi, þjóð- mann-
fræði, lögfræði, fornminjar o. fl.
í hinum flokknum er f jallað um
náttúruvísindi allskonar, svo sera
eðlis-, efna- og líffræði, jarðfræði,
stjörnuvísindi og læknisfræði o.
s. frv. Höfundar greinanna eru
allir Sovjet-vísindamenn og
greina ýmist frá einhverjum upp-
götvunum í sinni grein eða þeir
rökræða fræðikenninguna, gagn-
rýna hana eða leiðrétta. Þá fylgja
og riti þessu sérstök aukahefti
eða fylgirit, sem fjalla um ýmis-
konar vísindaleg efni, og eru þeg-
ar orðin milli 20 og 30 talsins.
Má nefna þar m. a. safnrit um
málvísindi, uppruna og tímabila-
skiptingu lénsveldis í Rússlandi,
erfðafræðikenningar Lysjenkos
og rannsóknir Lepenskaju um
frumuna o. fl. o. fl. í heild er
tímarit þetta hið þarfasta, með
því að það gefur mönnum, þeim
er ekki kunna rússnesku, tæki-
færi til að fylgjast með því er ger-
ist í ýmsum vísindagreinum þar
eystra, og er slíkra kynna ei sízt
þörf á þeim tímum úlfúðar og
svartagaldurs, er nú hafa riðið í
garð.
Próf. E. H. Meyers: Musik
im Zeitgeschehen. Hljóm-
listin og samfélagið).
Verlag Bruno Henschel und
Sohn, Berlín 1952.
Margar bækur hafa verið rit-
aðar um hljómlist og hljómlistar-
sögu og höfundunum oft veitzt
erfitt að festa hendur á því fyrir-
bæri. Annað veifið leiddust þeir
kannski út í hreinar hugsmíðar
og fagurfræðilegar vangaveltur
eða þá að þeir létu sér nægja vél-
ræna upptalningu á æviatriðum
og verkum og lýsingu einstakra
atriða í stíl og tækni. Höfundur
þessarar bókar, sem er kunnur
þýzkur hljómlistar- og félags-
fræðingur, gerir sér hins vegar
far um að rekja sambandið milli
hljómlistar og þjóðfélags og sýna
okkur eðli hljómlistarinnar og
hlutverk. Bókin er stórfróðleg um
margt og víða komið við. M. a. er
rætt um raunsæi í hljómlist og
innantóma formdýrkun o. fl. o. fl.
Bókin er skýrt og skemmtilega
skrifuð og auðskilin jafnvel þeim,
er enga sérmenntun hafa í hljóm-
list. Á.B.M.