Réttur - 01.01.1953, Síða 1
050
%Jr
RÉTTUR
TÍMARIT UM ÞJÓÐFÉLAGSMÁL
1. HEFTI . 37. árg.
19 5 3
Verndnm arf þess
lidna9 — sköpum stolt
hins ókomna.
Eftir EINAR OLGEIRSSSON
Þjóð vor stendur ekki á tímamótum lífs síns í dag. Hún stendur
á vegamótum lífs eða dauða.
Spurningin, sem lögð er fyrir þjóðina í dag, er ekki: Eigum við
að lifa heldur betur eða heldur ver í landinu, — eigum við að hafa
heldur meira réttlæti eða heldur meira ranglæti í skiptingu þjóðar-
teknanna, — eigum við að beita heldur heiri hyggindum eða ívið
meiri heimsku í rekstri þjóðarbúskapsins? Það er ekki krafizt svars
við þeim spurningum, sem alltaf er spurt um, og alltaf eru á dag-
skrá.
Spumingin er hitt:
Eigum vér íslendingar einir að byggja þetta land, ráða því ein-
ir, eiga auðlindir þess einir, sitja einir að gæðum þess, ráða sjálfir
framleiðslu þess og hagnýtingu hennar, — tala áfram „ástkæra
ylhýra málið", meta áfram manngildi og drengskap meir en em-
bætti og auð, unna íslenzkri ferskeytlu meira en amerísku tog-
leðri, — láta í einu orði aðstöðu heiðarlegs, íslenzks vinnandi manns
móta lífsviðhorf vort, — unna meir deginum en nóttinni, —
eða
Eigum við að láta erlenda vopnaða þjóð ráðast inn í land vort,
i ;,amosbSkasafn