Réttur


Réttur - 01.01.1953, Side 30

Réttur - 01.01.1953, Side 30
30 RÉTTUR lagi öllu, höfðu vitanlega þegar hin gagngerðustu áhrif á gang þessara mála. Þær upphæðir sem í lögum voru ákveðnar til stuðn- ings þessum framkvæmdum urðu nú hlægilega litlar, og lítils virði. Það kom því fljótt í ljós, að ef þessi löggjöf ætti að ná tilgangi sínum, yrði að gera hér breytingar á. Á þinginu 1940 flutti formaður miðstjórnar Sósíalistafl. Brynjólf- ur Bjamason frumvarp á þingskjali 154 um verðlagsuppbót á greiðslur til landbúnaðarins. Segir þar svo: „Greiða skal verðlagsuppbót á allar greiðslur samkvæmt eftir- töldum lögum til samræmis við hækkað verðlag og aukinn kostn- að við framkvæmdir þær, sem styrkur er veittur til miðað við verðlag 1938, samkvæmt reglugerð er Búnaðarfélag íslands lætur gera, og ráðherra staðfestir. 1. Jarðræktarlög nr. 8 23. júní 1936. 2. Lög nr. 76 11. jan. 1938 um byggingar- og landnámssjóð. 3. Lög um búfjárrækt nr. 32 8. sept. 1931. í greinargerð frumvarpsins segir m. a.: „Kostnaður við landbúnaðarframkvæmdir hefur hækkað mjög i verði vegna hækkandi verðlags síðan styrjöldin hófst. Styrkurinn til þessara framkvæmda hefur því í raun og veru lækkað að sama skapi. Nú má gera ráð fyrir, að þær verðhækkanir, sem þegar eru' orðnar, séu næsta smávægilegar, borið saman við þær verðhækk- anir, sem vænta má, ef styrjöldin stendur lengi. Gæti þá svo farið, að styrkur sá, sem ákveðinn er í jarðræktarlögunum og nýbýla- löggjöfinni, yrði einskis virði. Væri það hið herfilegasta öfug- streymi á sama tíma, sem óhemju fjármagn safnast fyrir í eigu landsmanna, sem ríður á að koma í verðmæti, meðan það er ein- hvers virði. Eitt af því sem hægt er að gera á styrjaldartímum er að auka ræktunina. Það er því ekki einasta, að sjálfsagt sé, að hækka styrkinn til jarðabóta, að sama skapi og verðlag hækkar heldur mælir líka allt með því, að styrkir og framlög til land- búnaðar séu stórum hækkuð umfram það. Þess vegna hefur flutningsm. þessa frumv. einnig lagt fram annað frumvarp um verulega hækkun á styrk til jarðabóta og húsabóta samkvæmt jarðræktarlögunum, til hinni smærri býla og miða þær tillögur að því að gera hverjum íslenzkum bónda kleift að rækta svo býli sitt, að hægt sé að búa á því sæmilegu búi. í sambandi við afgreiðslu fjárlaga flytja þingmenn sósíalista einnig tillögur um stóraukin framlög til landbúnaðarins." Frumvarp það annað er flutningsm. minnist á í greinargerðinni

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.