Réttur


Réttur - 01.01.1953, Side 31

Réttur - 01.01.1953, Side 31
RÉTTUR 31 var lagt fram nærri samhliða hinu fyrrnefnda. Og var um breyt- ingu á jarðræktarlögum, og er þar lagt til: „Styrkur sá til jarðræktar og húsabóta, er 9. gr. ákveður skal þessum breytingum háður: a) Býlum, sem hafa minna en 8 ha. af véltæku túni greiðist til túnræktar samkv. 9. gr. 100% hærri styrkur en sú grein ákveður. b) Býlum sem hafa fengið minna en 2000 kr. greiðist til húsabóta 30% hærri styrkur en sú grein ákveður. Þá var einnig gert ráð fyrir að þegar heildarupphæð hefði náð vissu marki skyldi styrkupphæð fara lækkandi fyrir hvert verk, og hverfa, þegar býlið væri orðið vel lífvænlegt til ábúðar. Tillögur þær, sem í þessum frumv. fólust um breytingar í sam- ræmi við hinar gífurlegu verðlagsbreytingar, er orðið höfðu, voru hinar fyrstu, er fram komu á Alþingi. Ekki fengust þær afgreidd- ar, þótt síðar væri farið inn á þessa braut, þegar ósamræmið fór vaxandi. Þegar tíminn leið og styrjöldin með öllum sínum afleiðingum færðist í algleyming komu fleiri vandamál í ljós. M. a. leit mjög út fyrir, að hernaðarvinnan, sem hér skapaðist upp úr hernámi Breta mundi draga svo mikið vinnuafl frá landbúnaðinum að beinlínis mundi valda samdrætti í framleiðslunni. Á þinginu 1941 fluttu því þingmenn sósíalista tillögu til þings- ályktunar um ráðstafanir til að tryggja framleiðslu á landbúnaðar- afurðum handa landsmönnum. Fól tillagan í sér þessi þrjú atriði: 1. „Að leggja fé fram úr ríkissjóði til þess að hægt sé að greiða kaup um heyskapartímann í sveitum landsins, sem fyllilega er samkeppnisfært við það, er brezka setuliðið greiðir. 2. Að styrk þeim, sem á þennan hátt er veittur sé varið til að lækka útsöluverð á landbúnaðarvörum á innlendum markaði og bæta upp verðið til bænda. 3. Tekin upp skömmtun á þeim vörutegundum sem hættast væri við að skortur yrði á.“ í greinargerð tillögunnar er svo komizt að orði: „Þessi ráðstöfun, sem gerð yrði til þess að tryggja matvæla- framleiðslu landsins á hinum háskalegustu tímum, myndi í senn verða til mikilla hagsmuna fyrir bændur og neytendur. Jafnframt því, sem útsöluverð á þessum vörum gæti orðið stórum lægra en ella, vegna þessara aðgerða, myndi verða hægt að greiða bændum mun betra verð fyrir vörur sínar.“ Þessi tillaga varð ekki útrædd, en að nokkru leyti var efni

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.