Réttur


Réttur - 01.01.1953, Page 45

Réttur - 01.01.1953, Page 45
RETTUR 45 kampfe in Frankreich . . . .) „Valdrán Loðviks Bonaparte (Die achtzente Brumaire des Louis Bonaparte) o. s. frv, Einkum er þó það að telja, að í Lundúnum hóf hann að semja aðalrit sitt Auðmagnið (Das Kapital), og kom fyrsta bindið út 1867. Útlegðarárin í Lundúnum voru hin frjósömustu í ævi Marx, að því er tók til vísindaafreka, en jafnframt tímabil sárasta efnaskorts og persónulegra þjáninga. 1 bréfi til Weydemeiers 27. febrúar 1852 farast Marx orð á þessa leið: „Það er nú vika síðan ég komst á það stig að verða að halda mig inni við, af því að frakkinn er hjá veðmang- aranum, og hætta að borða kjöt, sökum skorts á láns- trausti.“ Marx átti nú sjálfur við sjúkdóma að stríða, kona hans var oft veik af skorti og þrengingum og þrjú barna þeirra létust á fimm árum. Eftirfarandi línur, sem frú Marx skrifaði í dagbók sína, lýsa átakanlega skorti þeim og persónulegu andstreymi, sem mesti snillingur þýzku þjóð- arinnar átti við að búa: „Á páskunum 1852 sýktist blessunin litla hún Franziska okkar af slæmu lungnakvefi. Veshngs bamið barðist við dauðann í þrjá sólarhringa. Það þjáðist svo mikið. Blessað, smávaxna líkið var lagt til í litla þakherberginu, en við fluttum okkur öll saman í fremri stofuna. Og sem nóttin nálgaðist, bjuggum við xrnri okkur á gólfinu. Börnin þrjú, sem lifa, vom þama hjá okkur, og við grétmn yfir litla englinum okkar, sem hvíldist kaldur og bleikur þarna rétt til hliðar. Blessað barnið dó í það mund, sem fátækt okkar var hvað sárust. Ég leitaði þá til fransks flóttamanns sem bjó í grendinni og hafði heimsótt okkur fyrir skömmu. Hann samhryggðist okkur eins og vinur og gaf mér tvö sterlingspund. Þau notuðum við til að borga með litlu kist- una, þar sem veshngs bamið mitt blundar nú í friði. Það átti enga vöggu þegar það var í heiminn borið og síðasta

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.