Réttur


Réttur - 01.01.1953, Page 60

Réttur - 01.01.1953, Page 60
60 RÉTTUR Slík er framtíðarsýn þeirra fræðimanna, er hvergi geta séð út íyrir vítahring borgaralegs þjóðfélags. Og hvar eru svo stórvirki auðvaldsins, þau sem sveigja skulu náttúruöflin til þjónustu við mannlega hamingju? Kaupmenn dauðans hafa aldrei átt gildari sjóði, nýlendustyrjaldir eru háðar í Asíu og Afríku. Milljónaherir eru vopnaðir og æfðir. Flugstöðv- um til kjarnorkuárása er sáldrað niður með stuttu millibili allt austan frá Japan suður um Afríku, Spán og Bretland og norður til Grænlands. Hér eru sannarlega tveir heimar, tvenns konar framtíðarsýnir. Annars vegar er stórkostlegasta áætlun, sem enn hefur verið gerð, til að knýja náttúruna til þjónustu við mannlega farsæld — og svo framkvæmdir er þar af leiða — hins vegar er svo „hungurvaka“- Vogts með tilheyrandi bensínhlaupi og kjarnorkusprengjum o.s.frv. í þessum tveimur framtíðarsýnum, þessum ólíku ^trúarjátn- ingum“ er fólgin þungur dómur — dauðadómur yfir óstarfhæfu og feigu þjóðfélagi. Það er þetta, sem auðvaldið finnur af snuddviti sínu. Þess vegna hamast það við að reyna að drekkja öllum fregnum af áætluninni miklu í flóði blekkinga og æsiskrifa. ■— En samt munu þær ná eyrum fólks að lokum. Ásgeir Bl. Magnússon.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.