Réttur


Réttur - 01.01.1953, Page 63

Réttur - 01.01.1953, Page 63
RETTUR 63 sterkari og jaínframt því harðnaði i sífellu stéttarbaráttan innan sjálfra auðvaldsríkjanna. Árið 1920 skall á kreppa og enn önnur haustið 1929. Sú kreppa varð hin mesta er gengið hefur yfir'hinn kapítahstiska heim. Hún risti dýpra en fyrri kreppur höfðu gert, hún breiddist víðar út en áður hafði tíðkazt, hún stóð lengur yfir en dæmi eru til. Kreppan lýsti sér í gifurlegri minnkun framleiðslunnar, í sölu- tregðu, í stórfelldum verðlækkunum, í minnkandi verðgildi pen- inganna, í eyðileggingu margskonar verðmæta og síðast en ekki sist í stórkostlegu atvinnuleysi Iðnaðarframleiðslan í Bandaríkjunum fór þannig árið 1934 niður í 54% miðað við árið 1929, í Bretlandi niður í 77%, í Þýzkalandi niður í 61 % og í Frakklandi niður í 70%. Á milli 40 og 50 milljónir manna urðu algjörlega atvinnulausir og a. m. k. jafnmargir höfðu aðeins atvinnu 2—3 daga í viku hverri. Þegar verst var voru 34 algerir atvinnuleysingjar af hverjum 100 verkamönnum í Bandaríkjunum, 22 af hverjum 100 í Bretlandi, 40 af hverjum 100 í Þýzkalandi. Á sama tíma og eymd og örbirgð varð þannig hlutskipti hundruð milljóna manna voru óhemju verðmæti — m. a. algengar neyzlu- vörur — eyðilögð af ráðnum hug. Þegar síðari heimsstyrjöldin hófst haustið 1939 ríkti enn kreppu- ástand í auðvaldsheiminum, að vísu ekki eins magnað og það hafði verið á fyrstu árunum eftir 1929. Þessi styrjöld var bein afleiðing af hinni almennu kreppu auð- valdsskipulagsins. Meðal auðvaldsríkjanna höfðu myndast tvær ríkjasamstæður, annarsvegar Bandarikin, Bretland og Frakkland, hinsvegar Þýzkaland, Ítalía og Japan. Hvor ríkjasamstæðan fyrir sig vildi koma hinni á kné í styrjöld með það fyrir augum að komast yfir nýja erlenda markaði og hráefnalindir, einmitt til að bjarga sér frá kreppunni. Undir niðri var lokamarkið hjá hvorum aðilanum fyrir sig að ná heimsyfirráðum, hvorugur hafði gert sér grein fyrir styrkleika Sovétríkjanna. Styrjöldin fór á annan veg en til var ætlazt. Þýzkaland, Ítalía og Japan urðu að vísu undir í hildarleiknum, en bæði Bretland og Frakkland töpuðu þeirri stórveldaaðstöðu er þau höfðu haft. Aðalatriðið var þó að Sovétríkin, sem á hafði verið ráðizt — og sem goldið höfðu meira afhroð en flestir aðrir — komu þrátt fyrir allt styrkari út úr styrjöldinni, en þau höfðu áður verið. Þar við bættist, að Austur-Evrópuríkin og Kínaveldi höfðu brotizt undan helsi auðvaldsins. í efnahagslegu tilliti varð upplausn órofins

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.