Réttur


Réttur - 01.01.1953, Side 68

Réttur - 01.01.1953, Side 68
68 RÉTTUR samanlagt. Bandaríska þjóðin eyðir meiru fé í skatta en til kaupa á matvælum: á árinu 1951 fóru þannig 75 miljarðar dollara í skatta en. 55 miljarðar dollara til kaupa á matvælum. Síðan styrjöldinni lauk hafa skattar aukist um 160% í Frakklandi, um 100% í Bret- landi og 50% í Ítalíu. í Vestur-Þýzkalandi eru nú innheimtir 50 tegundir af sköttum, en heildarsköttunín þar hefur þrefaldast á undanförnum 4 ártnn. Til viðbótar þessu hefur verðbólgan stórlega rýrt lífskjör alls almennings. Samkvæmt opinberum skýrslum er kaupmáttur doll- arsins nú aðeins 43% af því sem hann var árið 1939, pundsins að- eins 32% og franska frankans aðeins 3,8%. — Þá hafa og beinar kauplækkanir verið framkvæmdar, alveg eins og gert var hér á íslandi af „fyrstu stjóm Alþýðuflokksins", þegar íhald, framsókn og kratar ákváðu með lögum að laun skyldu ekki greidd eftir hærri vísitölu en 300 stigum, þótt hin falsaða vísitala væri þá 328 stig og hin raunverulega miklum mun hærri. Almenningur í auðvaldsríkjunum hefur því í sífellu orðið æ fátækari, kaupgeta hans hefur stórlega dregizt saman. í skýrslum, sem Efnahagsráð Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu hefur nýlega gefið út segir, að framfærslukostnaður í Vestur-Evrópu hafi á tímabilinu september 1949 til sept. 1952 hækkað um 45%. íbúar Vestur-Evrópu keyptu og neyttu þriðjungi minni fæðu á síðast- liðnu ári en þeir gerðu á kreppu- og atvinnuleysisárinu 1938. í lok síðasta árs birti Matvæla- og landbúnaðarnefnd Sameinuðu þjóðanna skýrslu um framleiðslu landbúnaðarafurða og annarra matvæla í auðvaldsheiminum. Kemst nefndin að þeirri niður- stöðu, að framleiðsla matvæla sé hlutfallslega minni en hún var fyrir styrjöldina og bætir við: „Sá hluti mannkynsins, sem lifir við sult og seyru, hefur stórum vaxið.“ V. Samkeppnin í milli hinna einstöku auðvaldsríkja og hinna ýmsu auðhringa um markaði, hráefni og áhrifasvæði verður æ bitrari. Bandaríkin hafa þar sterkasta aðstöðu. Þau urðu ekki fyrir neinum búsifjum í heimsstyrjöldinni, framleiðslugeta þeirra var nær því tvöfalt meiri í lok styrjaldarinnar en hún hafði verið í upphafi hennar. Öll önnur auðvaldsríki komu máttvana út úr styrjöldinni. Þennan styrkleikamun hafa Bandaríkin notfært sér til hins ýtrasta. Á fyrstu árunum eftir styrjöldina tókst Bandaríkjunum að fjórfalda útflutning sinn miðað við árið 1937. Þá komu 37% af

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.