Réttur


Réttur - 01.01.1953, Page 69

Réttur - 01.01.1953, Page 69
RÉTTUR 69 korninnflutningi Vestur-Evrópu frá Bandaríkjunum en nú 80%, af fóðurkornsinnflutningnum 8% en nú 47%, af olíu- og feitiinn- flutningnum 7% en nú 20%, af sykurinnflutningnum 40% en nú 78 og þannig mætti lengi telja. Á sama tíma hafa þau af fremsta megni torveldað allan innflutning til landsins. Árið 1947 gerðu Bandaríkin tollsamning við nokkur önnur auðvaldsríki. Þessi samningur var á þann veg, að þessi ríki stórlækkuðu tolla á innflutningi sínum frá Bandaríkjunum, en þau hétu aftur smávægilegum tollaívilnunum á móti. Þrátt fyrir það hve samningur þessi var hagkvæmur Bandaríkjunum nægðí þeim hann þó ekki og fengu honum þegar á næsta ári breytt enn meir sér í hag. Nær því samtímis tóku þau að svíkja þennan samning, settu m. a. beint innflutningsbann á ýmsar vörutegundir, sem þau höfðu heitið að ívilna, en stórhækkuðu tolla á öðrum. I krafti hnefaréttarins hélzt Bandaríkjunum þetta uppi. Á síðast- ljðnu hausti var háð þing þeirra þjóða, er stóðu að þessum toll- samningi, og virðist svo af ummælum ýmsra þar að nú væri mál að linni. Ástralski fulltrúinn sagði m. a. að Bandaríkin hefðu árið 1947 lofað að lækka tolla á smjöri frá Ástralíu, Nýja Sjálandi og Danmörku. Þrátt fyrir þetta loforð hefðu hvorki Ástralía né Nýja Sjáland getað selt eitt einasta kíló af þessari vörutegund til Bandaríkjanna. Fulltrúar fimm landa, þeirra er nefnd hafa verið, og auk þess Hollands og Belgíu lýstu því opinberlega yfir, að Bandaríkin hefðu hreinlega svikið gerða samninga. Aðrir fúlltrúar ákærðu Bandarikin fyrir að beita þeirri aðferð að selja vörur út úr landinu við lægra verði en eðlilegt væri og þá með styrk frá bandarísku stjórninni. Þannig lýsti bæði gríski og tyrkneski fulltrúinn því yfir, að Bandaríkin hefðu sölsað undir sig rúsínumarkað þessara landa, með því að hagnýta þessa „dump- ing“-aðferð. Þá kom það og fram, að Bandaríkin neyddu þær þjóðir, sem nytu „aðstoðar" þeirra til að flytja inn vörur, sem i ríkum mæli væru framleiddar í löndunum sjálfum. Þannig væru ýms Vestur-Evrópulönd látin flytja inn frá Bandaríkjunum epli og perur, Italía látin flytja inn makkaroni, Suður-Evrópa rúsínur, Holland kartöflur. í sambandi við samkeppnina á milli auðvaldsríkjanna koma Bandaríkin enn við sögu og á einkar táknrænan hátt. Sem kunnugt er áttu þau meðal annarra i styrjöld við Japan og Þýzkaland fyrir örfáum árum. í dag byggja bandarísku auðhringarnir af ofurkappi upp framleiðslutækni Vestur-Þýzkalands og Japans, en fyrirmuna þeim um leið að eiga nokkur viðskipti við sósíalistisku ríkin.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.