Réttur


Réttur - 01.01.1953, Síða 71

Réttur - 01.01.1953, Síða 71
RÉTTUR 71 út en árið á undan, 18% minna af fatnaði úr baðmull, 17% minna af ullarfatnaði, 32% minna af rayon varningi, 22% minna af lérefti, 23% minna af skófatnaði. VI. En það er fleira en hervæðingin og verzlunarpólitík Banda- ríkjanna sem kippt hafa stoðunum undan fjárhag annarra auð- valdsríkja. Eins og áður er áminnst, þá kemur þar einnig til greina viðskiptastyrjöldin gegn sósíalistisku ríkjunum. Bandaríkin hófu þessa styrjöld með því að setja sem eitt ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir ()aðstoð“, að ríki það er hennar nyti drægi mjög úr eða jafnvel stöðvaði með öllu viðskipti sín við sósíalistisku ríkin. Ein grein Marshallsamningsins fjallar þannig um slíkt afsal á frelsi til að verzla hvar sem væri. Hafa Bandaríkin sífellt hert á tökun- um með lögum, sem samþykkt hafa verið á þingi Bandaríkjanna. Vegna þessara fyrirmæla Bandaríkjanna voru verzlunarviðskipti Bretlands við sósíalistisku löndin árið 1951 komin niður í einn sjötta hluta þess er þau höfðu verið árið 1937 og viðskipti Frakk- lands við þessi sömu ríki voru aðeins einn fjórði af því er þau höfðu verið það sama ár. Hlutur þeirra ríkja er veigaminni eru en Bretland og Frakk- land hefur orðið enn verri. Þannig hafa viðskipti Dana minnkað niður í einn tíunda hluta af því er þau voru árið 1947. Úr því minnzt er á Dani þá er rétt að geta tveggja atburða, sem sýna einkar vel hvernig Bandaríkin leika smáþjóðirnar. Á árinu 1949 fengu Danir, en þeir hafa sem kunnugt góðum verkfræðingum á að skipa, tvö tilboð erlendis frá um að byggja sementsverksmiðj- ur. Annað tilboðið var frá Pólverjum, hitt frá Tyrkjum. Pólska tilboðið var tahð miklum mun hagkvæmara sakir þess, að Pól- verjar vildu greiða með kolum, sem Dani vanhagar mjög um, en Tyrkir vildu greiða með tóbaki. Að undirlagi Bandaríkjanna var tyrkneska tilboðinu tekið en því pólska hafnað. Á síðastliðnu ári hleyptu Danir af stokkunum olíuflutningaskipi er þeir höfðu byggt fyrir Rússa, sem í fyrsta lagi höfðu séð fyrir öllu efni í skipið og auk þess greitt allan byggingarkostnaðinn. Bandaríkin gerðu margvíslegar tilraunir til að hindra að Rússum yrði afhent skipið. Hótuðu m. a. að svipta Dani allri efnahagshjálp. Um síðir var þó skipið afhent Rússum og réði þar mestu almenningsálitið, en hvorki stjóm Bandaríkjanna né Dana. íslendingarnir hafa þunga reynslu af viðskiptastyrjöldinni gegn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.