Réttur


Réttur - 01.01.1953, Page 75

Réttur - 01.01.1953, Page 75
Marshall^gjafirnar” Eftir EINAR OLGEIRSSSON í síðasta árgangi Réttar, bls.66—97 skrifaði Ásmundur Sigurðs- son alþingismaður ítarlega og góða grein um „Marshallaðstoðina og áhrif hennar á efnahagsþróun íslendinga". Er þar að finna hinar beztu heimildir um hve geigvænleg áhrif Marshallstefna hernámsflokkanna hefur haft á íslenzk stjórn- og atvinnumál. Og ægilegust eru auðvitað þau áhrif að Marshallaðstoðin er raunverulega aðferð Bandaríkjaauðvaldsins til þess að leggja landið undir her sinn. Nú reyna hernámsflokkarnir og blöð þeirra hinsvegar að villa þjóðina með því að telja henni trú um að hún hafi grætt svo mikið á Marshallgjöfunum og stórvirkjunum, sem unnar hafi verið fyrir þær, að hún skuli ekki vera að gráta það, þó hún selji fyrir það sóma sinn og æru, land sitt og framtíð barna sinna undir erlenda áþján. Við skulum því í þessari grein athuga hvort íslenzk alþýða og íslenzk þjóð hefur grætt peningalega, á þessum „gjöfum“, — eða hvort amerískt auðvald hafi ef til vill hagnast á þeim sjálft. Og skulu þó í þessu sambandi einvörðungu tekin atriði, sem ekki var enn hægt að taka, er Ásmundur skrifaði sína grein, eða voru ekki þá orðin svo ljós sem nú: 1. Hvað græðir ameríska auðvaldið á íslenzkum verkamönnum vegna launalækkana samkvæmt MarshalJsamningnum? Marshall-„gjafirnar“ munu í árslok 1952 nema rétt 400 millj- ónum króna (miðað við marshallgengið 16,32). Andvirði þessa

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.