Réttur - 01.01.1953, Page 78
78
RETTUR
Með gengislækkuninni og þeim ráðstöfunum, sem ameríska
leppstjórnin hér gerir síðan, hefur arðránið á íslendingum sem
matvöru- (hráefna-) framleiðendum og kaupendum verið aukið
stórum.
Þegar gengislækkunin var framkvæmd, var sagt að það væri
gert fyrir útgerðina. Reynslan er að fiskverðið hefur ekki hækkað
til íslenzkra sjómanna við gengislækkunina, reiknað í íslenzkurn
krónum, heldur hefur fiskurinn verið seldur með tapi til Banda-
ríkjanna, Bretlands og annarra auðvaldslanda, en íslenzkir sjó-
menn látnir borga tapið með rýrðum kjörum og íslenzkir neytend-
ur verið látnir borga það og gróða hins erlenda auðvalds á fiskin-
um með bátagjaldeyrinum og gengislækkuninni.
Hinsvegar hefur ekki staðið á að hækka hinar erlendu einokun-
arvörur. Olíuhringarnir láta greipar sópa um fjármuni íslendinga.
1947 var olíuinnflutningur íslands alls 103 þús smálestir og verð-
mætið 25 millj. kr. 1952 var innflutningurinn 235 þús smálestir og
verðmætið 152 milljónir króna.
Þannig hefur arðrán hins erlenda auðvalds verið aukið á ís-
lendingum og þjóðinni hrundið aftur á leið niður í þá nýlendu-
aðstöðu, sem hún hafði verið í áður. Amerísku auðhringarnir hafa
grætt, íslendingar tapað — og hér reiknum við þó ekki allt það
fjárhagslega tap, sem þjóðin hefur beðið við að sleppa að framleiða
fisk til útflutnings, sem hún gat selt, ef ekki hefðu verið Marshall-
samningamir.
3. íslenzk verðmætissköpun hindruð, islenzkt vinnuafl knúið tit
verðmætissköpunar handa Ameríkönum.
Eitt af því, sem ameríska auðvaldið gerði að skilyrði fyrir
Marshall„gjöfunum“, var að ráða fjárfestingu íslendinga. Það upp-
lýsti fjárhagsráð svo sem kunnugt er orðið, þegar verið var að
berjast á móti kröfum Sósíalistaflokksins um að íslendingar fengju
frelsi til þess að byggja yfir sig. Stefna ríkisstjórnarinnar varð
því sú að draga úr byggingum hjá íslendingum sjálfum. Ekki var
það vegna þess að ekki væri nóg þörf á meira húsnæði. Það vant-
aði heldur ekki fé til þess að kaupa byggingarefni né tæki til þess
að byggja með og sízt af öllu vinnuafl. En það átti að stöðva það
að íslendingar einbeittu sér að því að byggja hús yfir sjálfa sig og,
knýja þá til þess að fara að byggja yfir herraþjóðina.
Byggingarstarfsemin í Reykjavík er gott dæmi um öfugþróun-
ina, sem valdhafarnir skapa í þessum málum: