Réttur


Réttur - 01.11.1962, Qupperneq 11

Réttur - 01.11.1962, Qupperneq 11
R E T T U R 283 stærri og stærri hluta hennar vanmegnugan til þess að vinna ætl- unarverk sitt. Og árangur þessarar baráttu í einstökum verkalýðs- félögum eins og Iðju í Reykjavík og Verzlunarmannafélagi Reykja- víkur hefur gefið auðmannastéttinni slíka raun, að nú hefur tak- markið verið sett að gera sjálf heildarsamtök verkalýðsins, Alþýðu- samband Islands, að sams konar viljalausu rekaldi eins og þessi félög hafa reynzt undir ihaldsstjórn. Það er svo auðvitað engin tilviljun, að samhliða því, að keppt er að þessu marki stefnir ríkis- vald atvinnurekenda að því að svipta verkalýðssamtökin grundvallar- réttindum sínum, samtaka- og samningafrelsinu, í æ ríkari mæli. Gerðadómsstefna núverandi ríkisstjórnar, eyðilegging rélt gerðra og lögmætra samninga og opinskár áróður fyrir afnámi verkfalls- réttarins sanna ljóslega fyrirætlanir hennar: „Verkalýðssamtök“ sem ólíkleg eru til að hreyfa legg eða lið í hagsmunabaráttunni og eru þó til enn frekari tryggingar svipt lögvernduðum réttindum til þess, er óskadraumur hennar. Verkalýðssamtökin eiga að verða hluti af ríkisvaldi auðmannastéttarinnar í líkingu við það, sem þau hafa orðið í fasistaríkjunum. Sá dómur, sem 3 af 5 dómendum Félagsdóms felldu 12. nóv. s.l. í máli L.Í.V. gegn Alþýðusambandinu verður aðeins skilinn til fullnustu þegar framangreint er haft í huga. Með dómi þessum eru ákvæði stjórnarskrárinnar um félagafrelsi virt að vettugi og að engu höfð. Með honum er sá sjálfsákvörðunarréttur, sem öllum félagslegum samtökum ber til þess að ákveða sjálf um sín innri mál- efni þverbrotinn. Með honum er opnuð leið til hvers konar vald- níðslu gegn öðrum frjálsum hagsmunasamlökum landsmanna. Tveir af dómendum Félagsdóms, báðir viðurkenndir sem valinkunnir og frábærilega hæfir lögfræðingar komast svo að orði í forsendum fyrir dómsorðum sínum að „engin lagarölc liggja til þess að bjóða með dómi, að Alþýðusamband Islands skuli skyldað til að veita Landssambandi íslenzkra verzlunarmanna inngöngu“. Slíkur var sá dómur, sem hvíldi eins og skuggi yfir þingi Alþýðu- sambandsins. Löglaus valdníðsla gegn verkalýðshreyfingunni og þó aðeins þáttur í fasistískri harðstjórnarstefnu og einræðisaðgerðum til þess að svínbeygja hana í hagsmunabaráttunni. Það var vissu- lega vonlegt, að við upphaf þingsins væri spurt í fullri alvöru: Verður ekki næsta sporið að fylkja lögregluliði um þinghaldið til fullnustu valdníðslunnar? Hvernig bregðast fulltrúar verkafólksins við slíkum kúgunaraðgerðum?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.