Réttur - 01.11.1962, Side 40
312
R E T T U R
hins mikla fjölda frumstæðra bænda; og eigi þjóðfclagsbylting í
þessum löndum að bera varanlegan árangur, er það eitt af frum-
skilyrðunum, að hér verði bót ráðin á sem fyrst. Þetta vandamál er
sameiginlegt öllum Asíu- og Afríkulöndum; en í Kína var, vegna
sérkenna byltingarinnar þar, hægt að leysa það á allt annan hátl
en annars staðar. Forystumenn kínverskra kommúnista gerðu sér
frá upphafi grein fyrir mikilvægi þess og reyndu að finna leiðir til
úrlausnar; og enda þótt þær leiðir hafi stundum reynzt rangar, liær
vitanlega ekki nokkurri átt að tala um „ofsóknarherferð“ gegn
menntamönnum.
Annað atriði, sem lá til grundvallar „stökkinu mikla“, var sú
áherzla, sem kínverskir kommúnistar liafa alltaf lagt á félagslegar
umbreytingar sem beinan þátt í þróun framleiðsluaflanna. Bæði
kínverskar erfðir og reynsla byltingarinnar sjálfrar hafa leitt ílokk-
inn til að leggja höfuðáherzlu á hinn mannlega þátt framleiðslunn-
ar, samslillta starfsorku fjöldans, vakta af hyltingunni, þátt mann-
legs vilja í að yfirstíga hlutlæga erfiðleika, og afkasta undir vissum
kringumstæðum jafnvel meira en því, sem annars væri mögulegt.
Allt þetta á reyndar sínar rætur í kenningu marxismans, en við kín-
verskar aðstæður hlaut það mjög að styrkjast og sér í lagi árin
1957—58.
Þessar eru þá hinar mannlegu og ídeólógisku forsendur „stökks-
ins mikla“; en til greina koma einnig mörg fyrirbæri í efnahagslíf-
inu, sem bentu til þess, að umfangsmikil breyting væri í aðsigi.
Sennilega hafa á síðari árum annarrar fimm ára áætlunarinnar átt
sér stað margar minniháttar breytingar, sem fyrst um sinn komu
ekki fram á yfirborðinu, en sköpuðu þó grundvöll að róttækari
breytingum; hér er einkum um að ræða hina miklu útvíkkun áveitu-
kerfisins. Það er að vísu erfitt, enn sem komið er, að gera sér ná-
kvæma grein fyrir þýðingu þessara hluta, en efalaust mál er, að
allar upplýsingar um kínverskt efnahagslíf á fyrstu mánuðum ársins
1958 sýndu, að farið var langt fram úr áætlun í öllum grundvallar-
atriðum og þar af leiðandi trufluð samhæfing hinna ýmsu þátta
þ j óðarbúskaparins.
Allt þetta hafði sín álirif á þær ákvarðanir, sem teknar voru á átt-
unda þingi kínverskra kommúnista 5.—23. maí 1958, (þar var
gengið úl frá ýtarlegri skýrslu Liu Shao-chis um innanlandsástandið,
en ugglaust áltu sér líka stað ákafar umræður og deilur innan flokks-
ins) um að „stíga skref fram á við í uppbyggingu sósíalismans og