Réttur - 01.05.1965, Qupperneq 4
68
R E T T U H
Nú mun á það reyna hvort íslendingar vilja verða undir-
lægjur erlendra auðmanna og landsprangara þeirra á ný.
Gegn þeirri liættu, sem nú vofir yfir þarf að mynda þjóð-
íylkingu allra góðra lslendinga, hvar í flokki og stétt, er
þeir standa, því augljóst má nú öllum vera, verkamönnum
sem atvinnurekendum og öðrum, að kæmist þessi auðhringur
inn í land vort, myndi öllum íslendingum þykja orðið ærið
„þröngt fyrir dyrum.“
Krefjist frelsis fyrir José Vitoriano!
JoséViloriano er portugalskur verkamaður. Hann kynntist snemnia
erfiðri vinnu, varð mikils metinn af samstarfsmönnum sínum. At-
vinnurekendur ætluðu sér að hagnýta vinsældir lians og gerðu hann
að formanni hins fasistiska verkalýðsfélags. En hann reyndist verka-
mönnum trúr og barðist fyrir hagsmunum þeirra. Því var hann fang-
elsaður 1948 og dæmdur í 2V2 árs fangelsi fyrir „undirróður“. Þrem
árum síðar varð hann frjáls. Og hann fór aftur að starfa — á laun
sem kommúnisti.
1953 náði lögreglan honum. Fangelsisklefinn, sem hatin var settur
í var 1,5x3 metrar að stærð, gluggalaus og Ijóslaus. Mánuðum saman
varð hann að þola pyntingar. Þegar hann loks kom fyrir rétt, svipti
dómarinn hann orðinu, er hann ætlaði að verja sig. Hann var dæmd-
ur í 4 ára fangelsi og til að þola „öryggisráðstafanir“ til viðbótar.
En þar með geta hin fasistisku yfirvöld framlengt dýflissudvölina
endalaust.
Það var og gert. 1957 hefði José Y.itoriano átt að sleppa út. Þá
lét hin fasistíska lögregla skipuleggja nýja „málsmeðferð". Hann
var dæmdur í 5 ára fangelsi til viðbótar.
Nú hefur José Vitoriano verið 14 ár í fangelsum Salazars. Sú
fangelsisvist, sem hann var „dæmdur“ í er löngu liðin. Honum er
haldið í dýflissu án dóms og laga.
Allir, sem unna lýðræði, eiga að leggjast á eitl að knýja fram
frelsi fyrir hann og aðra pólitíska fanga. Vér Islendingar verðum
að muna að á oss hvílir sérstök skylda: Við erum í hernaðarbanda-
lagi við fasistana í Portugal til verndar lýðræðinuf!!)