Réttur


Réttur - 01.05.1965, Qupperneq 14

Réttur - 01.05.1965, Qupperneq 14
78 R É T T U R og glampandi kopar á þaki villu, sjálfopnan'di bílskúrshurð eða bara stáss í stofu. Ef slíkt mat næði að gagnsýra íslendinga, þá værum við orðin ,.auðvaldsþjóð,“ andlega fátæk í þeirri merkingu, er Stephan G. lagði í orðin „auðvalds-þjóð er hörmulegast snauð,“ — andleg smáþjóð, en ekk,i lengur „stórþjóð og heimsveldi og ósigrandi jaðar heims,“ sem andi hins fátæka alþýðuskálds gerði „þetta fá- tæka eyland“ að í „Heimsljósi" Halldórs Kiljan Laxness. Oss íslendingum fjölgar ört, — en mannmat borgarastéttarinn- ar, auðvaldsþjóðfélag.ið og áróðurinn, miðar allt að því að smækka okkur. Baráttan stendur um, hvort það skuli takast eða ekki. Hún stend- um um, hvort skáldin skuli kveða þjóðina til baráttu, vera sjá- endur og þar með löggjafar framtíðar hennar, vera samvizka henn- ar og reisnin í viðleitni hennar, — vera rauðir pennar. Eða hvort þau skuli kappkosta að venja sig á að taka ekki hlutina alvarlega, hafa ekkert að segja, vera bara trúðar í hégómans hofi, við heild- salans hirð, — vera tömir pennar. III. Þeir halda það, skriffinnar burgeisastéttarinnar, að þeir og þeirra lið sé nú ofan á. Tímabili hinna rauðu penna sé að fullu og öllu lokið. Það er mikill misskilningur. Þeir eru að vísu ofan á í svipinn — eins og froðan sem hreykir sér hátt. — Þeim er hreykl liátt, bornir uppi af peningum brask- ara, hossað sleitulaust í dagblöðum borgarastéttarinnar. En það er ekki nýtt tímabil, — tímabil hinna tómu penna, — sem er að verða drottnandi. Það lendir saman sem í röst tvenns konar straumum, tvenns konar ólíkri afslöðu til lífsins: Annars vegar þeim, sem kjósa sér það hlutskipti að verða leik- brúður yfirstéttarinnar, andleg endurspeglun yfirborðsmennskunn- ar. Hins vegar þeim bugsandi skáldum, sem taka fólk.ið og lííið alvarlega, verða andlegir fulltrúar vinnandi og hugsandi manna, — vita og sýna í verki að „lífsins kvöð og kjarni er að líða og kenna til í stormum sinna tíða.“ Þeir, hinir rauðu pennar, eru undiraldan á þessu skeiði, er hófst með síðasta áratug. Og það er sterk undiralda, djúp og mögnuð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.