Réttur - 01.05.1965, Side 21
BJÖRN JÓNSSON:
ATHUGAMR Á VINNUTÍMA
VERKAFÓLKS
Utn fjölda ára hefur verið' Ijóst að vinnutími verkafólks á íslandi
er lengri en tíðkast í nokkru öðru landi, sem til menningarlanda er
talið og miklum mun lengri en samrýmst getur eðlilegum heilsu-
verndar- og menningarsjónarmiðum. Ráða hefur og mátt af líkum
að hin síðari ár ha£i síður en svo verið um hata að ræða í þessum
efnum og að fremur en hitt hafi vinnutíminn lengsl þegar á heildina
er litið og frá eru skildir þeir landshlutar, þar sem atvinna liefur
verið ófullnægjandi nú um skeið.
Fram til þessa hefur þó skort áhyggilegar tölulegar upplýsingar
urn vinnutíma verkafólks, þar sem engin af hagstofnunum þjóðar-
innar hefur sinnt því brýna verkefni að koma upp stöðugri upplýs-
ingasöfnun um laun verkafólks og vinnutíma, en slik „statistik" er
víðast um lönd, svo sem á Norðurlöndum, lalin óhjákvæmileg og
raunar grundvallaratriði vegna starfa og sambúðar hagsmunasam-
laka verkafólks og atvinnurekenda.
Fyrir 3 árum var samþykkt á Alþingi tillaga til þingsályktunar frá
þingmönnum Alþýðuhandalagsins um kosningu milliþinganefndar,
er hafa skyldi jaað hlutverk að annast rannsókn á vinnutíma verka-
fólks og áhrifum hans á heilsufar og afköst og á hag atvinnurekstrar.
Einnig var nefndinni falið að gera tillögur er miðað gætu að jrví
að koma á 8 stunda vinnudegi. Flér verður ekki fjallað um störf
Jsessarar nefndar að öðru en J)ví sem að upplýsingasöfnun liennar
um vinnutímann lýtur, en nefndin hóf fljóllega gagnasöfnun um
þetla efni og hélt þeim áfram Jsar Lil kjararannsóknanefnd tók við
Jressu verkefni á s.l. ári.
Kjararannsóknanefnd hefur nú nýlega birt helztu niðurstöður af
framangreindum athugunum í fréttabréfi um störf sín og verður