Réttur


Réttur - 01.05.1965, Page 47

Réttur - 01.05.1965, Page 47
R E T T U R 111 ir menn í lýðræöisríki ekki aðhyllzt. Þessi röksemdafærsla var ætluð almenningi og sjálfsagt einnig læknastúdentum, en liitt er annað mál, livort hún verður talin fullnægjandi. Jafnvel heyrðust jjær raddir, að jietta væri brot á almennum mannréttindum. Ef ætl- ast er til, að slík röksemdafærsla sé tekin alvarlega, þá má henda á, að sanngjarnt er, 1) að einstaklingurinn láti jjað þjóðfélag njóta Jjekkingar sinnar og hæfileika, sem liefur hjálpað honum að kom- ast til manns, 2) að í frumvarpinu var ákvæði um, að launin breytt- ust í lán, ef menn ekki vildu „selja sig ríkinu,“ eins og málgagn k.aupsýslustéttarinnar komst að orði, 3) benda má á hliðstætt mál í Noregi, en þar var tannlæknir nokkur skyldur lögum samkvæmt til að vinna tiltekinn tíma í Norður-Noregi að prófi loknu. Þar- lendir dómstólar litu ekki svo á, að hér væri um brot á mannrétt- indalöggjöf að ræða. Þá hafa heyrzt Jjær mótbárur, að óæskilegt væri að tefja læknastúdenta frá sérnámi með því að skylda ])á til að vinna sem almennir læknar um of langan tíma. Þetta eru raunar að mínu viti einu frambærilegu rökin gegn frumvarpinu. Sakir vanjjekkingar treysti ég mér ekki að fjalla frá eigin brjósti um jjetta atriði, en vil |)ó benda á, að kandídötum er gert að skyldu að reka smiðshöggið á nám sitt með nokkurrra mánaða starfi i læknishéraði. Hinn merki læknir, Páll V. G. Kolka, sem vonandi tekur ekki illa upp að vera einu sinni gerður að véfrétt í riti þessu, sagði í jjætti um daginn og veginn 12. apríl sl. eitthvað á jjá leið, að læknakandídatar kynnu ekki almenna læknisfræði fyrr en Jjeir hefðu starfað sem almennir læknar nokkur misseri a.m.k. og Jjá fyrst ættu Jjeir að hefja sérnám. * Hér hefur nú verið rakið, að bráðra úrbóta er Jjörf hvað snertir námskostnað stúdenta í einni deild háskólans, úrbætur í öðrum deildum æskilegar, og aðgerðir til að leysa fjárhagsvandamál námsmanna í æðri skólum almennt munu í framtiðinni verða knýjandi nauðsyn og réttlætiskrafa. Skal nú að lokum farið ör- fáum orðurn um námslaunin, sem er eina hugsanlega lausn þessa vandamáls, og skal þá jafnframt tekið fram, að á námslaunum og námslánuin er fremur stigsmunur en eðlis. Sé um lán að ræða en ekki óafturkræft framlag, þýðir það þeim mun hærra kaup að námi loknu. Með námslaunum er Jjjóðfélagið að viðurkenna i verki Jjað sem löngu er viðurkennt i orði, að með námi sínu og

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.