Réttur - 01.05.1965, Síða 52
116 R É T T U R
Það er fyrst og fremst komið undir eðli hins pólitíska valds, hvaða
leið landið velur í þróun efnahagslífsins.
Hinsvegar leiðir þróun iðnaðar, — hvort sem er á auðvalds-
grundvelli eða ekki, til þess að verkalýðurinn vex, bæð.i að magni
og mætti. Menn skyldu hins vegar ekki ætla að alþjóðlegar kringum-
stæður einar tryggðu það að nýfrjáls lönd þróuðust á leið til sósíal-
isma án auðvaldsskeiðs.
Nýlendustefnan nýja er mjög virk. Hún beitir sér fyrir því að efla
auðvaldsskipulagið, hún berst gegn þjóðnýtingu og ríkisrekstri. En ef
henni mistekst slíkt, þá beitir hún ýmsum brögðum, m. a. reynir
hún þá að gagnsýra ríkisreknu fyrirtækin á sinn hátt. Bandaríkin
beita sér gagnvart þessum löndum fyrst og fremst með hliðsjón af
því hvers eðlis hið pólitíska vald í þessum löndum er, hvort verka-
lýðurinn hafi þar áhrif eða ekki.
Höfuðverkefnið í Sýrlandi er að efla hinn ríkisrekna hluta at-
vinnulífsins, auka iðnaðinn og framkvæma slík stórvirki sem stífl-
una í Eufratá, Kumishli—Matakia járnbrautina og áburðarverk-
smiðjuna.
Sýrland er ríkt að auðlindum. Ef við hagnýttum olíulindir okkar
í eigin þágu, með tækniaðstoð hinna vinsamlegu sósíalistisku ríkja,
hefðum við aðgang að mikilli auðsuppspretlu. Og ef við gætum
bundið endi á eyðsluna og ofhleðslu embættismanna í ríkisreknu
íyrirtækjunum, þá væri þar líka nokkur auðsuppspretta. Embætta-
bákn ríkisins er orðið langtum umfangsmeira en lítið land eins og
Sýrland þarfnast.
Mikið má og spara með því að draga úr herkoslnaði. Þá þarf að
skera niður vald heildsala, sem kaupa upp framleiðslu bænda á lágu
verði, og selja það háu verði úl úr landinu. Einn kaupmaður í
Aleppo græddi t. d. 22 milljónir sýrlenzkra punda á einu ári á slikri
verzlun. Það þarf að binda endi á slíkl ástand.
Þá þarf að knýja fram endurbætur í landbúnaðinum, losa bændur
undan okinu, — og þar með skapast og mikill innanlandsmarkaður,
sem iðnaður Sýrlands þarfnast.
Og það er mikil nauðsyn orðin á áætlunarbúskap lil þess að
valda hinum ýmsu vandamálum efnahagslífsins.
I þeirri baráttu við auðmanna- og hálfgildings-aðals-stétt, sem
nú harðnar, þarf að reka rétta pólitík gagnvart millistéttum eins og
smáframleiðendum, smákaupmönnum og slíkum, Þær eru allsterkt