Réttur - 01.07.1972, Síða 13
invald yfir auðvaldslöndunum og þjóðum
þriðja heimsins sem höfðu enn ekki losað sig
úr fjötrum arðráns og nýlendukúgunar. Það
var de Gaulle Frakklandsforseti sem fyrsmr
ráðamanna á vesmrlöndum kvað upp þenn-
an dóm, afneitaði drottinvaldi Bandaríkjanna
bæði í orði og verki. Hann rak allt bandarískt
herlið frá Frakklandi, sendi yfirherstjórn
NATO í Evrópu og allt starfslið hennar
sömu leið og sleit í rauninni allri hernaðar-
samvinnu Frakka við bandalagið. Eftirmenn
hans hafa ekki breytt þeim ákvörðunum. Þeir
hafa ekki verið hræddir við að „raska valda-
jafnvæginu", og telja bersýnilega enga hætm
á að það muni magna ófriðarhætmna í
Evrópu — nema síður sé.
Uppreisn Frakka gegn yfirdrottnun Banda-
ríkjanna og hin sjálfstæða utanríkisstefna sem
af henni leiddi urðu til þess að Evrópa var
losuð úr klakaböndum kalda stríðsins. Fmm-
kvæði Frakka veikti ekki aðeins drottinvald
Bandaríkjanna yfir þjóðum Vesmr-Evrópu;
það varð einnig þjóðum Ausmr-Evrópu, svo
sem Rúmenum, hvatning til aukins sjálf-
stæðis í afstöðu sinni til annarra ríkja, og þá
fyrst og fremst Sovétríkjanna. Frá þeim er
komin hugmyndin um að hernaðarbandalög-
in bæði í Evrópu verði leyst upp, og auð-
vitað verða það endalok þeirra eins og allra
slíkra bandalaga fyrr og síðar.
Svo er nefnilega fyrir að þakka að meðal
ráðamanna í Evrópu eru þeir nú orðnir næsta
fáir, ef þeir þá fyrirfinnast, sem eru svo skyni
skroppnir, svo fáfróðir um sögu liðinna alda
og gang mála á líðandi smnd, að þeim komi
til hugar að taka undir þær „röksemdir" ís-
lenzkra hernámssinna fyrir áframhaldandi
hersem Bandaríkjanna á Islandi að „friðurinn
byggist á hernaðarjafnvægi" og að „spjóts-
oddar tryggi friðsamlega sambúð ríkja".
Asmundur Sigurjónsson.