Réttur


Réttur - 01.07.1972, Side 18

Réttur - 01.07.1972, Side 18
in ekki til aðgerða sem ganga í berhögg við hags- muni voldugustu auðhringanna, nema tilneydd af ótta við aðgerðir alþýðu ella. Hitt er öruggara að líta á auðmannastétt jarðar í ástandi því, sem nú er að skapast, sem lærling þann, er leyst hafði öfl úr læðingi, sem hann síðan réð ekkert við. Auðhringirnir sýna sig líka í því að vilja ekki glíma við þetta vandamál, þegar það rekst á hags- muni þeirra. Þannig var kjarnorkunefnd Bandaríkj- anna fyrir nokkru knúin til þess af þrýstingi frá almenningi, að láta rannsaka hættuna á geisla- virkni við notkun kjarnorku í friðsamlegum til- gangi. Eftir ýtarlega rannsókn sló hópur 12 nafn- kunnra kjarnorkufræðinga því föstu, að geislunin nú væri orðin tuttugu sinnum meiri en það, sem á sínum tíma hefði verið álitið eðlilegt af opinberum aðiljum. Skýrsla þessi kom hvergi fram. Hópur þessara vísindamanna var leystur upp. Ellefu af þessum 12 var sagt upp smátt og smátt án þess það vekti mikla eftirtekt. Og rannsókninni var hætt. Það er engum efa bundið að hægt er að ráða við þann vanda er að höndum ber nú, ef öll stór- iðjuþróun og markaðsframleiðsla er sett undir harð- vitugt eftirlit valds, sem er óháð þeim auðhringum, sem vaida þessum voða sakir hamslauss gróða- þorsta sins. Slikt vald getur ekki verið rikisvald þessara auðhringa sjálfra, þvi það hafa þeir i vas- anum. Til þess að vaida þessum tveimur verkefnum: að bjarga mannkyninu frá gereyðingu í atomstriði eða af völdum kjarnorkugeislunar og frá einhverskonar eiturdauða mengunar eða af öðrum orsökum — þarf rikisvaldið að vera í höndum verklýðshreyfingar, sem gerir sér þessar hættur Ijósar, og þess hluta borgarastéttar og annarra, sem sjá hætturnar og eru reiðubúnir tii að grípa til þeirra ráðstafana, er duga til þess að afstýra þeim. I samstarfi slikra aðila verður eðlilega hlutverk vísindanna mjög mikið. Verður verkalýðshreyfingin fær um að taka sér slíka forustu á hendur? Og getur hún það áður en hún hefur mátt til þess að taka völdin af auð- mannastéttinni og þjóðnýta höfuðstöðvar fjármála- lífs hennar? Látum oss íhuga aðstæður og forsendur slíks og er þá aðeins rætt um verklýðshreyfingu hins svokallaða vestræna heims, m. ö. orðum þess auð- valdsheims, sem stóriðja þegar er háþróuð I. Og þegar hér er talað um verkalýð og verklýðshreyf- ingu er átt við launastéttirnar í heild: ófaglærða, faglærða, hámenntaða, — hvort sem þeir kallast verkafólk, starfsfólk eða annað. II. Félagslegt forræði verkalýðsins? Verkalýðshreyfingin í flestum þessum stóriðju- löndum auðvaldsins og nokkrum fleirum hefur megnað að ná fyrsta áfanganum í frelsisbaráttu sinni: höggva af sér hungurfjötrana, gera sína lífs- kjarabyltingu með einum eða öðrum hætti, snöggt eða hægt. Og auðmannastéttin hefur í þessu sem ýmsu öðru verið furðu fljót að laga sig að hinum nýju kringumstæðum: Fyrst hún hafði verið neydd til þess að una því að verkalýðurinn væri saddur, þá skyldi hún þó að minnsta kosti sjá til þess að „baunadiskurinn" nægði honum og hann fram- kvæmdi ekki ,,frumburðarréttinn“ lika, m. ö. orðum reyna að gera hann eins þröngsýnan og skamm- sýnan og hún er sjálf. Til þess beitir hún hinum volduga blaðakosti, einokuðum í örfáum höndum, jafnt á Englandi sem íslandi, í Bandaríkjunum sem í Vestur-Þýzkalandi. Til þess að fá í næði að eitra andrúmsloftið og stofna á annan máta mannheimi I hættu, þarf hún að geta eitrað hugheima verka- lýðsins, drepið hjá honum hugsjónina um það for- ustuhlutverk sem hann er borinn til að hafa á hendi, svipt hann tilfinningunni um þá ábyrgð til forustu sem á honum hvílir. Verkalýð þess hluta Evrópu, sem enn er kapítal- istískur, óx vissulega ásmegin á þeirri öld, er það tók hann að ná þessum fyrsta áfanga í frelsisstríði sínu. Hann gerði verklýðssamtök sín að voldugu afli, — og það bákn reynir sterk auðvaldsstétt vissuiega að ánetja sér. Löng, hörð og fórnfrek stéttabarátta risti inn í sál hvers verkamanns skiln- inginn á nauðsyn þess að standa saman allir sem einn. Islenzkur verkalýður þeitti þessu afli sínu í lifskjarabyltingunnl 1942 og síðan til að verja það, sem þá vannst og bæta við. Burgeisastéttin svaraði síðan í 30 ár með verðbólgu og gengis- lækkunum, — en það þýðir að verkalýðurinn verð- ur hagsmuna sinna vegna að taka forustuna í þjóð- félaginu, ef hann ætlar ekki að láta snúa þannig á sig endalaust. Til þess þarf hann ekki aðeins afl, lieldur og vit og þekkingu á þjóðfélaginu í ríkum 146

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.