Réttur - 01.07.1972, Síða 44
Teikning Bidstrups um þorskastriðið 1958.
hindra frið og hamingju á jörðinni, hlægileg.
List hans skilst, hvar sem er í heiminum, hún
er alþjóðleg, og hann færir okkur, sem tölum
ólík tungumál, nær hvert öðru.
Orvar hans þjóta ekki stjórnlaust til allra
átta, hann skýtur á eftir þeim, sem hann vill
hitta. Hann lætur sér ekki nægja smáborg-
aralega skopmynd sem aðeins á að skemmta
fólki, heldur skiptir efni myndarinnar mestu
máli. Hann sýnir afstöðu verkalýðsins, af-
stöðu kommúnistaflokksins, enda hefur borg-
arapressan reynt að þegja hann í hel svo ár-
um skiptir. Slíkt hefur þó ekki hindrað vin-
sældir hans og frægð um víða veröld.
Islenzkir sósíalistar og tímaritið Réttur
senda Bidstrup innilegar heillaóskir á þessum
tímamótum lífs hans og þakka honum eigi
aðeins djarfa og hugvitssama baráttu áratug-
um saman gegn auðvaldi og fasisma, heldur
og alveg sérstaklega þátttöku hans í sjálf-
stæðisbaráttu Islendinga. Því Bidstrup hefur
hvað eftir annað með hárbeittri hæðnislist
sinni veitt íslenzkri alþýðu lið: í viðureign
við yfirgang brezks hervalds í landhelgismál-
172