Réttur


Réttur - 01.07.1972, Qupperneq 48

Réttur - 01.07.1972, Qupperneq 48
að hinum síðarnefndu er eftirlátinn nálega allur atvinnurekstur, sem er arðvænlegur á hverjum tíma, og opinber fyrirtæki eru einatt yfirtekin af þeim, ef gróði er I veði og valdahlutföll leyfa. Opinbert eignarhald á framleiðslutækjum og afskipti af efnahagslífinu yfirleitt eru þess vegna engin trygging fyrir sósíalískum áhrifum, heldur aðeins forsenda, sem verður því aðeins að veruleika, að aukin völd og áhrif færist í hendur verkalýðsstéttarinnar. SAMEIGINLEGAR ÞARFIR VANRÆKTAR — INNRÆTING „NEYTENDA“ Undir slíkum kringumstæðum breyta víðtæk rík- isafskipti af efnahagslífinu heldur ekki þeirri stað- reynd, að sameiginlegar þarfir, sem ekki verður fullnægt eftir hreinum markaðslögmálum, eru látn- ar sitja á hakanum fyrir hinum, sem einkafram- takið getur haft að féþúfu. Með vexti bæja og iðnaðar koma margs konar nýjar þarfir til sögunn- ar, miðað við sveitaþjóðfélag fyrri tíma, samþjapp- aður atvinnurekstur I þéttbýli spillir náttúrulegu umhverfi manna og breytir ýmsum náttúrugæðum sveitarinnar (t.d. vatni og jafnvel lofti) i markaðs- vöru, skapar þarfir fyrir aukið hreinlæti og hress- ingu (hvíld), kallar á vélvæðingu heimilishaldsins svo að konan geti tekið þátt í atvinnulífi, og farar- tæki vegna vaxandi fjarlægðar milli vinnustaðar og heimilis. Auðvaldsskipulagið neyðir almenning til þess að fullnægja þessum þörfum, sem spretta af kapítalískri þjóðfélagsþróun, með einkaneyzlu — einstaklingsbundinni fjöldaneyzlu. Frá sjónarmiði þess eru einstaklingarnir fyrst og fremst neytend- ur, hverra smekk og langanir er hægt að móta — með markaðskönnunum og auglýsingatækni — í samræmi við hlutlægar kröfur skipulagsins um há- marksgróða. Með þvi móti er hægt að innræta neytandanum nýjar og nýjar þarfir, sem hafa auk- in útlát í för með sér án þess að líf hans verði að sama skapi léttara eða innihaldsríkara. I vitund neytandans hefur varan (hlutirnir) tilhneygingu til þess að öðlast gildi I sjálfu sér, óháð beinu nota- gildi. Hún verður stöðutákn, enda ekkert til spar- að að gera hana sem girnilegasta á ytra borði. Skipan húsnæðismála hér á landi er glöggt dæmi um það, hvernig auðvaldsskipulagið knýr almenn- ing til að fullnægja þörf, sem er orðin félagsleg I eðli sínu, með einkaframtaki í þágu einkagróða. I stað þess að tryggja almenningi öruggt húsnæði gegn sanngjörnu leigugjaldi, gefur það honum kost á að kaupa íbúðir eins og hverja aðra markaðs- vöru eða búa ella við öryggisleysið, sem fylgir leiguhúsnæði í einstaklingseigu. Hver meðalfjöl- skylda er þannig knúin til þess að stofna fjárhag og félagslegri tilveru sinni I háska til þess eins að „eignast þak yfir höfuðið" — með öllum búnaði sem fylgir heimilishaldi nú á tímum. Gróðahags- munir skipulagsins stuðla jafnframt að þvi, að hin fámenna borgarafjölskylda (tveggja-ættliða-fjöl- skylda) verði sem sjálfstæðust rekstrar- og félags- eining, er fullnægi sem flestum þörfum sínum inn- an veggja heimilisins. Sambýlishættirnir draga dám af eignaskipaninni; í skjóli einkaeignarinnar, sem fjölmargir verða að gjalda fyrir með heilsu- tjóni, þrífst útúrboruháttur og smámunaleg ein- staklingshyggja, sem girðir fyrir að menn nýti kosti sambýlis og grannskapar, að því er varðar matseld, barnagæzlu og ýmis félagsleg samskipti. Með því að standa sýknt og heilagt gegn félagslegri lausn á húsnæðismálum eru fulltrúar skipulagsins ekki einasta að tryggja einkaframtakinu gróðaaðstöðu, heldur einnig að stuðla að því, að menn tileinki sér viðhorf „prívatmannsins" í öllum samskiptum við náungann. Sama máli gegnir um flestar aðrar þarfir manna í auðvaldsskipulagi, fyrir þeim einum er séð ríku- lega — með framboði á markaðsvöru — sem einkaauðmagnið getur grætt á. Það sér engan hag í að búa borgarbúum fagurt umhverfi, með nægum gróðri og athafnarými, þrátt fyrir margskonar spjöll, sem starfsemi þess veldur á umhverfinu. Það býð- ur fram gnótt einkabíla án tillits til þess, hvort um- gerð borgarinnar og éstand þjóðvega leyfir umferð þeirra, svo ekki sé talað um mengunarhættu eða hagkvæmni fyrir notendur, miðað við stórbætta þjónustu almenningsfarartækja. Það framleiðir allt sem getur svalað skartgirni efnaðra borgara eða „létt störf' húsmóðurinnar, en það álítur ekki arð- vænlegt að reisa leikskóla og dagheimili fyrir börn — svo að húsmóðirin geti látið þjóðfélagið njóta góðs af starfsmenntun sinni — og ekki heldur veita fé til heilbrigðis- og menningarstofnana — 176
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.