Réttur - 01.07.1972, Side 52
Annað einkennl nýkapítalískrar tegundar er
það, að efnahagslegt vald hefur færzt æ meir frá
atvinnurekendum í framleiðsluatvinnuvegum, sem
meðal annars verðbólgan hefur gert fjárhagslega
veikburða, til valdastofnana á vegum ríkisins, svo
sem ýmiss konar nefnda. Samfléttaðir við slikar
stofnanir eru fjármálahópar íslenzka auðvaldsins
I nokkrum öðrum fyrirtækjum, einkum á kaupsýslu-
sviði, svo sem olíufélaga, tryggingarfélaga, skipa-
og flugfélaga. Áhrifamiklar eru ýmsar opinberar
stofnanir eða ríkisfyrirtæki sem hafa orðið tiltölu-
lega sjálfstæð, og loks eru erlend auðfélög komin
til skjalanna. Þau hafa stungið sér hér niður i
sérstöku boði íslenzkrar borgarastéttar, og er mik-
il hætta á, að þau — vegna undirlægjuháttar inn-
lendrar borgarastéttar — fái hér meiri áhrif en efni
standa til.
Þetta er valdakerfi íslenzkrar borgarastéttar á
efnahagssviðinu. Það byggist á innbyrðis samstöðu
tiltölulega sjálfstæðra hópa með samfléttaða hags-
muni. Þeir hópar sem sterkastir eru, eru nátengd-
ir Sjálfstæðisflokknum, og reyna að skara eld að
sinni köku í skjóli hans.
Auðvaldsskipulagið er sjaldnast laust við
nokkur spillingareinkenni. Miðað við hagstæðustu
forsendur getur veldi kapítalista vissulega staðizt
án þess að þeir þurfi að grípa til tvöfalds siðgæð-
is eða að brjóta sín eigin lög og reglur. En æði
oft og víða fer svo að nokkur hluti borgarastétt-
arinnar fær örðuglega haldið efnahagslegri aðstöðu
sinni nema með bolabrögðum á bak við Ijós lag-
anna. Svo hefur reynzt hér á landi. Mikið kveður
að lögbrotum hjá borgarastéttinni, einkum skatt-
svikum og brotum gegn allskyns lagareglum um
efnahagsstarfsemi svo sem gjaldeyrisreglum.
En ekki er vafi á því að margir máttarstólpar þjóð-
félagsins mundu ramba á barmi gjaldþrots, ef
fyllstu lögum yrði komið yfir þá. Og raunin er sú,
að sárafá slik mál koma til réttarmeðferðar, þótt
almannarómur telji lögbrotin legíó. Þetta veldur
því, að siðgæðisþrek allrar alþýðu varðandi það
að fara eftir þeim reglum sem almannahagur býð-
ur, slævist mjög, og er það pólitískri stöðu borg-
arastéttarinnar til hagsbóta.
Eitt af kapítalískum sérkennum þjóðarbúskap-
arins er hin ótrygga rekstrarafkoma sjávarútvegs-
ins, en hann geldur þess að vera meginatvinnu-
vegurinn til framleiðslu útflutningsafurða. Verð-
bólgan kemur hart niður á honum, þar eð hann
getur ekki velt af sér verðlagshækkunum í stíl
við aðrar atvinnu- og þjónustugreinar. öðru hverju
verður því að breyta gengi gjaldmiðilsins í þeim
yfirlýsta tilgangi að flytja verðmæti frá innfiutn-
ingnum til útflutningsins. Gengisfelling er þó yf-
irleitt skammgóður vermir, þar sem sjávarút-
vegurinn þarfnast töluverðs innflutts varnings til
sinnar starfsemi og áframhaldandi verðbólga gerir
hana auk þess gagnslausa til frambúðar. Innflytj-
endur velta verðhækkun erlends varnings venju-
lega viðstöðulaust yfir á innanlandsmarkaðinn, og
þannig kemur gengislækkun niður á alþýðu
manna sem snögg og þungbær kaupmáttarrýrnun.
Nauðsyn á kauphækkunum og öðrum leiðrétting-
um á lífskjörum verður því mjög brýn fyrst á eft-
ir gengislækkun, og er það undir pólitískri af-
stöðu og stéttarlegum styrk verkalýðshreyfingarinn-
ar komið, hve langur tími líður unz fyrra lífskjara-
stigi er aftur náð. I millitíðinni hefur orðið í hag-
kerfinu stórkostleg verðmætatilfærsla borgara-
stéttinni í hag, en hitt er aftur á móti undir hælinn
lagt, hve sjávarútvegurinn fær mikið I sinn hlut.
Auðvaldsþróunin á Islandi hefur orðið á þá
lund, að hagsveiflur markast hér fyrst og fremst
af pólitískum ákvörðunum um gengislækkun krón-
unnar, en hver slik hagsveifla treystir hag og að-
stöðu þess hluta borgarastéttarinnar sem fæst við
viðskipti og þjónustu meir en hins hlutans sem
fæst við frumframleiðslu og úrvinnslu úr afurð-
um hennar.
Kapítalisminn hefur mismunað mjög landsmönn-
um eftir búsetu. Heil byggðarlög hefur auðvalds-
þróunin lagt í auðn, en safnað fólki í byggðirnar
kringum Faxaflóa. Vöxtur byggða og afkoma fólks
I sjávarþorpum út um land er í beinum tengslum
við sjávarútveginn og viðgang hans og hafa þau
því átt erfitt uppdráttar, en viðskipta- og þjónustu-
starfsemi blómgast kringum höfuðstöðvar auð-
valdsins, Reykjavik. Þar er innflutningsverzlunin
svo að segja öll, miðstöð stjórnsýslu og banka-
kerfis, ennfremur helztu menntastofnanir o.s.frv.,
Þar er yfirbygging þjóðfélagsins og þar á valda-
stéttin heima. En þar er jafnframt verkalýðsstétt-
in öflugust og átök stéttanna því hörðust.
Hlutverk ríkisvaldsins í síðkapítalísku þjóðfó-
lagi er að skapa borgarastéttinni drottnunar- og
arðránsskilyrði. Þetta gerist annars vegar með hinu
pólitíska valdi yfir ýmsum nauðsynlegum stofnun-
um, svo sem ráðuneytum, bönkum o.s.frv. Hins
vegar sér rikið um ýmsar verðmætistilfærslur til
þess að hagkerfið gangi, svo sem varðandi sjávar-
180