Réttur - 01.07.1972, Side 54
VIETNAM
BLÓÐSKULD BANDARÍKJANNA
Það er nokkur mælikvarði á siðferðisstig þjóð-
ar vorrar hverja afstöðu hún tekur í þeim hild-
arleik, sem háður er i Vietnam. Vart munu nokkru
sinni i veraldarsögunni hafa ást við ójafnari and-
stæðingar: bláfátæk bændaþjóð, sem er að verja
frelsi sitt, — og háþróaðasta og ríkasta stóriðju-
veldi heims, sem beitir öllum djöfullegustu eyði-
leggingar- og ógnartækjum vísindanna til að brjóta
þrek hinna fátæku á bak aftur — árangurslaust.
HETJUÞJÓÐIN
Þjóð Víetnam á fjögur þúsund ára gamla sögu
að baki. Hún hefur kynst kúgun sem nýlenda í
þúsund ár og lært að meta frelsið. „Ekkert er dýr-
mætara en sjálfstæði og frelsi", sagði Ho Chi
Minh, þjóðarleiðtoginn góði. Kjörorð ágústbylting-
arinnar 1945 var: „Fremur að færa hinstu fórn en
þola þrældóm". Síðan hafa tvær kynslóðir barizt
og dáið til að létta oki Japana, svo Frakka og nú
Bandarikjanna af þjóðinni. I sumum fjölskyldum
hafa á þessum 27 árum þrjár kynslóðir barizt og
fært fórnir til þess að afla þjóðinni frelsis.
Fátæk, búin frumstæðustu vopnum, barðist
þjóðin I 9 ár, unz sigurinn vannst á franska ný-
lenduveldinu við Dien Bien Phu. Síðan hefur
frelsisbaráttan við arftaka frönsku kúgunarinnar,
Bandaríkin, staðið í 18 ár — og Bandarikin hafa
gert allt Víetnam að vígvelli, hvert þorp, hvern
akur, allan skóg.
ORSÖKIN
Orsök striðsins er sú að amerísk auðmanna-
stétt ágirnist málmana í jörðu landsins og sú á-
girnd óx, er olía fannst í sjó þess. Og bandarískt
hervald ágirntist herstöðvar í landinu og keypti
sér því leppa þar.
Það var logið upp árekstri milli amerísks skips
og víetnamskrar fleytu, til að blekkja Bandarikja-
þjóð og geta hafið stríðið. Þetta er nú viðurkennt
í Bandaríkjunum. Fjórir forsetar þeirra hafa nú
blekkt þing og þjóð, logið að þeim, til þess að
geta háð þetta „skituga" stríð.
Hugarheimur Bandarikjaþjóðar hefur verið af-
skræmdur, hermenn hennar fylltir dreggjum eitur-
lyfja til þess að geta haldð áfram þessu svívirð-
ingarstríði, — en samt hefur það tapazt. En metn-
aður hrokafulls hervalds þolir það ekki að tapa
stríði fyrir fátækri bændaþjóð. Og þegar mikill
hluti Bandaríkjaþjóðar, einkum æskunnar, ris upp
gegn hinni ranglátu styrjöld, tjóni fjörs og fjár,
132