Réttur - 01.07.1972, Síða 59
stjóri hins volduga blaðs austurrísku sósíal-
demókratanna „Arbeiterzeitung" í Vín. Varð
kommúnisti eftir borgarastyrjöldina við fas-
ista 1934. Þingmaður 1945 til 1959, frægur
fyrir ræðusnild sína. Var menntamálaráð-
herra um skeið. Tók eindregna afstöðu gegn
innrásinni í Tékkóslóvakíu 1968, er leiddi
til harðnandi deilna milli hans og meirihluta
miðstjórnar austurríska Kommúnistaflokks-
ins, er lauk með brottrekstri hans úr flokkn-
um 1970.
Það er mikill harmleikur, sem gerist, þeg-
ar mesm hæfileikamenn kommúnistísku
hreyfingarinnar eru reknir úr flokkum sín-
um og síðan tekið að brennimerkja þá sem
„endurskoðunarsinna" eða með öðrum gat-
slitnum, meiningarlausum ónöfnum. Það er
ekki aðeins að viðkomandi flokkar missi
þannig menn, sem voru þeim dýrmætir, ef
rétt var að farið. Það er einnig — oft óbæt-
anlegt — tjón fyrir þá, sem reknir eru, og
síðan hraktir til „hægri" með sífelldum árás-
um og ódrengilegum brennimerkingum.
Bucharin vitnaði í ræðu, er hann flutti
á 6. heimsþingi Alþjóðasambands komm-
únista 1928 sem formaður þess sam-
bands, í óbirt bréf, sem Lenin eitt sinn skrif-
aði honum og Sinowjew, þar sem hann sagði
á þessa leið: „Ef þið rekið alla — ekki sér-
staklega þæga en vitra - menn frá ykkur og
skiljið bara eftir þæga heimskingja, þá mun-
ið þið áreiðanlega eyðileggja flokkinn." —
Ýmsir kommúnistafl^kkar mættu hafa þessa
aðvörun í huga.
Ernst Fischer andaðist rúmu ári eftir að
Georg Lukács dó, hinn frægi ungverski marx-
isti og bókmenntafræðingur. Lukács hafði
einnig lent í deilum við flokkinn og verið
rekinn. En ungverski flokkurinn hafði sýnt
sjálfstæði sitt og víðsýni í því að taka þenn-
an nafnkunnasta kommúnista Ungverjalands
í flokkinn aftur.
Fischer reit síðustu árin margar greinar í
mánaðarrit austurrískra marxista, Wiener
Tagebuch, sem Franz Marek er ritstjóri að.
En heilsa hans var þessi síðustu ár mjög
slæm, þótt áhugann og skerpuna ei skorti.
J. B. MARKS
Þann 1. ágúst sl. lézt John B. Marks, for-
maður Kommúnistaflokks Suður-Afríku,
ágætur leiðtogi hetjuflokks, sem berst hinni
erfiðustu baráttu við harðstjórn hvítra fas-
ista.
John B. Marks var fæddur 21. marz 1903
og var því 69 ára, er hann lézt. Hann var
sjöunda barn verkamannafjölskyldu í Vest-
ur-Transval, kynntist frá blautu barnsbeini
fátækt og kúgun þeirri, er svertingjar voru
beittir. En þrátt fyrir alla erfiðleika og auð-
187