Réttur


Réttur - 01.10.1973, Side 7

Réttur - 01.10.1973, Side 7
unar á allt orkuverð, — þarmeð talið raf- orkuverð. Auðlindir vor Islendinga í fossum og jarðhita margfaldast að gildi. Og þá er vert að athuga að eins og valdhafar olíuland- anna voru fyrrum langt komnir í undirlægju- hætti sínum undir olíuhringana, að þurrausa auðlindir Arabalanda, svo stefndu og valdhaf- ar viðreisnarinnar á Islandi og ráðgjafar þeirra að því að ofurselja orkulindir íslend- inga í greipar erlendra auðdrotna — og gera Islendinga raunverulega skattskylda þeim með því að verða að gefa með raforkunni, er þeir fengu. Undirlægjuháttur viðreisnar- flokkanna undir erlent auðvald var takmarka- laus. Þeir seldu Bretum og Haagdómstólnum sjálfdæmi um íslensk fiskimið utan 12 mílna með landráðasamningnum 1961. Og þeir sýndu með samningunum við svissneska ál- hringinn 1957 hvernig þeir ætluðu að þjóna erlendum auðdrottnum — (þá dreymdi um 10—12 „álverksmiðjur" á íslandi) — ef við- reisninni hefði enst völd og aldur. Það ríður því á að íslensk þjóð geri sér ljóst að líf hennar, velferð og frelsi ligg- ur við að hdn feli aldrei aftur slíkum mönn- um og flokkum forustu og stjórn sinna mála. Barátta vor fyrir fiskveiðilögsögunni, — þ.e. þjóðnýting Islendinga á fiskimiðum sínum, — baráttan fyrir hagnýtingu allra orkulinda vorra í þjóðarþágu, — og baráttan fyrir frið- lýstu, hlutlausu og herlausu landi — allt eru þetta höfuðþættir sjálfstæðisbaráttu vorrar, en um leið þáttur í þeirri frelsisbaráttu, sem fornar nýlenduþjóðir heyja um heim allan gegn auðhringavaldi nýlendustefnunnar nýju, en Nato-stórveldin eru bakhjallur henn- ar. Því þurfum við að skilja og skilgreina rétt þær aðgerðir, sem Arabalöndin nú fram- kvæma í olíumálum, þótt þær auðvitað valdi oss vissum erfiðleikum í bili, en þó ekki eins miklum og orðið hefði, ef við hefðum átt öll olíukaup undir olíuhringunum sem áður. „Madonna ESSO“ var heitið er mynda- tökumanninn langaði til að gefa þessari mynd. (Spiegel). Heimildir og skýringar: 1) Survey of Current Business, nóv. 1972, 2) Lesa má nokkuð um þá sögu I eftirfarandi bók- um: L. Fischer: ölimperialismus. — Scott Nearing and Joseph Freeman: Dollar-diplomacy. — Victor Perlo: The Empire of High Finance. — Ennfremur i „Spiegel": áframhaldsgrein um „Weltmacht OT' (heimsveldið olía), sem hefst I tímariti því 10. des. 1973. 3) Þessi lönd eru: Iran, Irak, Kuwelt, Katar, Obu- Dhabi, Libya, Algier, Nígeria, Indonesía, Vene- zuela, Saudi-Arabia. 4) Samkvæmt skýrslu bandaríska tímaritsins For- tune voru eignir Shell 1966 12107 miljónir dollara, salan 7180 miljónir dollara, gróðinn, að frádregnum sköttum, 628 miljónir dollara, starfs- menn 186 þúsund. Og Unilever taldl þá 3105 miljón dollara eignir, salan var 5100 miljónir dollara, gróðinn 178 miljónir dollara, starfsfólk 294 þúsund. — British Petroleum (B.P.) er fjórði stærsti auðhringur utan Bandarikjanna. I grein þessari er byggt mjög á grein eftir Victor Perlo' „Wahrheit und Erfindungen uber die „Energie-krise", sem birtist i tímaritinu „Probleme des Friedens und des Sozialismus" desemberhefti 1973. 215

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.