Réttur - 01.10.1973, Page 12
Málverk Kristínar Jónsdóttur af konum að þvo i laugunum í Reykjavík.
karlmanna einna, þá kom sér vel að geta gripið
til ódýrs vinnuafls kvenna og barna. Sama varð
upp á teningnum í báðum heimsstyrjöldunum, þeg-
ar hergagnaframleiðslan krafðist mikils mannafia
og stór hluti vinnufærra karla var á vígvöllunum.
I atvinnuleysi millistríðsáranna var Ijómi húsmóð-
urstarfsins aftur tendraður. Konurnar voru flæmdar
burt úr atvinnulífinu og þeim sagt, að ó heimilinu
væri þeirra vettvangur. Þannig mátti dylja atvinnu-
leysi þeirra og atvinnuleysisbætur spöruðust. Al-
kunn eru slagorð Hitlers I viðleitni hans til að upp-
ræta atvinnuleysl í Þýskalandi. Konur voru heila-
þvegnar með orðunum „Kinder, Klrche und
Kúche"1) og giftum konum bannað að taka vinnu,
þar sem karlmenn gengju atvinnulausir. Atvinnu-
leysið hér á landi í lok sjöunda tugs þessarar aldar
kom án efa harðast niður á konum, unglingum og
eldra fólki.
I fiskiðnaðinum hér á landi eru konur vara-
vinnuaflið. Þær eru lausráðinn starfskraftur, sem
hægt er að kalla ó, þegar með þarf, en látnar sitja
heima, þegar hráefni skortir.
Yfirvöld virðast — eins og atvinnurekendur —
‘) „Krakkar, kirkja og kokkhús".
220